fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Skrímsli bankar upp á

Suzie passaði börn systur sinnar þegar óboðinn gestur kom í heimsókn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 21. júní árið 1980 fór hin þrettán ára gamla Suzanne Bombardier, alltaf kölluð Suzie, heim til systur sinnar til að passa frænkur sínar. Þetta var fallegt sumarkvöld í borginni Antioch í Kaliforníu og Suzie var full tilhlökkunar fyrir sumrinu; hún hafði nýlokið áttunda bekk, var vinmörg og með sína drauma.

Ekki í sófanum

Eldri systir Suzie, Stephanie Mullen, hafði fengið litlu systur sína til að passa börnin sín þetta kvöld. Sjálf var hún á næturvakt og þegar hún kom heim um fjögur leytið þessa örlagaríku nótt bjóst hún við að finna Suzie sofandi í sófanum. En eitthvað var ekki eins og það átti að vera og Suzie var ekki í sófanum eins og hún var vön. Stephanie yppti öxlum, var þreytt og bjóst ekki við öðru en að hún væri hjá dætrum hennar og fór því að sofa.

Horfin

Daginn eftir þegar Stephanie vaknaði komst hún að því að Suzie var hvergi sjáanleg í húsinu. Stephanie taldi að hún hefði vaknað snemma og farið fótgangandi þá tæpu tvo kílómetra sem voru að heimili móður hennar, Catharine og stjúpföður, James Rotland. En Suzie hafði ekki skilað sér heim og þegar Catharine hringdi í Stephanie síðar þennan sama dag má segja að Stephanie hafi brugðið illa; Suzie hafði ekki sést síðan kvöldið áður og virtist sem jörðin hafi hreinlega gleypt hana. Taska, sem Suzie var alla jafna með meðferðis, var enn á heimili systur hennar.

Stungin og nauðgað

Lögreglu var strax gert kunnugt um málið en eins og venja var á þessum tíma hóf lögregla ekki formlega leit fyrr en 24 klukkustundir voru liðnar frá hvarfinu. Leit bar engan árangur til að byrja með en föstudaginn 27. júní, tæpri viku eftir hvarfið, dundu ósköpin yfir. Lík ungrar stúlku fannst í vík skammt frá og áður en langt um leið fékk fjölskyldan staðfestingu á því að þarna væri lík Suzie komið fram. Hún hafði verið stungin og bar þess merki að hafa verið nauðgað áður en henni var ráðinn bani.

Fjarvistarsönnun

Lögregla fór á fullt að rannsaka þetta óhugnanlega morðmál og ræddi við vini Suzie. Einn þeirra sem lögregla beindi spjótum sínum að var ungur drengur, Terry að nafni. Terry þessi var lítið eldri en Suzie og höfðu þau átt í einhverskonar ástarsambandi, eða eins langt og það nær hjá ungmennum á þessum aldri. Terry var með fjarvistarsönnun sem stóðst og sömu sögu er að segja af öðrum sem rætt var við í tengslum við morðið.

Rannsóknin fjaraði út

Lögregla hafði á litlu að byggja við rannsókn málsins. Engin augljós ummerki voru um að brotist hefði verið inn á heimili Stephanie kvöldið sem Suzie hvarf, en flest benti þó til þess að hún hefði verið tekin gegn vilja sínum. Á þessum tíma áttu nokkur ár eftir að líða þar til lögregla gat farið að beita DNA-prófum við rannsókn sakamála og þá virtist morðinginn hafa skilið eftir sig afar fá sönnunargögn. Rannsóknin fjaraði hægt og rólega út en lögregla var þó með augun opin ef frekari upplýsingar myndu berast.

Handtekinn 37 árum síðar

Víkur þá sögunni til dagsins í dag því í vikunni fékk fjölskylda Suzie þær fréttir sem hún hafði beðið eftir í tæp 40 ár. Lögregla handtók á mánudag 63 ára karlmann, Mitchell Lynn Bacom, sem grunaður er um að hafa myrt Suzie. Það sem kom lögreglu á sporið var rannsókn á lífsýnum sem fundust á líki Suzie árið 1980. Erfðaupplýsingar Mitchell voru til í gagnagrunni lögreglu og hafði hann komist í kast við lögin vegna kynferðisbrota og annarra glæpa. Árið 1981 var hann dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot og aftur árið 2002. Áður en Suzie var numin á brott og myrt, eða árið 1974, hafði Mitchell verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun. Saksóknarar telja sig hafa sig hafa gott mál í höndunum og eiga ekki von á öðru en að Mitchell verði sakfelldur. Lífssýni sýna að hann var á staðnum þegar Suzie hvarf og þegar hún var myrt.

Faðir Suzie, Ted, sagði ávallt að Suzie hefði að líkindum þekkt banamann sinn. Byggði hann það á því að maðurinn hafði ekki brotist inn í húsið heldur hafi Suzie opnað fyrir honum og hleypt honum inn af fúsum og frjálsum vilja. Þetta reyndist á rökum reist því Mitchell var kunnugur Suzie og fjölskyldu hennar og var meðal þeirra sem lögregla skoðaði á sínum tíma. Vegna fárra vísbendinga náði sú skoðun ekki lengra og gat Mitchell því um frjálst höfuð strokið, þrátt fyrir að hann hefði ýmsilegt ljótt á samviskunni.

Mitchell er í haldi lögreglu og á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. Lögregla kannar nú hvort hann beri ábyrgð á fleiri óupplýstum sakamálum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn