fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sofandi sauður

Kolbeinn Þorsteinsson
Mánudaginn 25. desember 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólverjinn Lukasz Chojnowski ákvað árið 2014 að brjótast inn í mannlaust hús í Lancashire á Englandi. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að þegar íbúarnir, Martin Holtby og Pat Dyson, komu heim úr fríi fundu þau Lukasz steinsofandi í hjónarúmi þeirra.
Lukasz, sem annars bjó í Leeds, hafði gert gott betur því hann hafði þrifið á heimilinu, þvegið af sér þvott og keypt inn.
Hafði Pat Dyson á orði að heimilið væri mun þrifalegra en þau höfðu skilið við það. „Hann hafði reyndar eyðilagt gamlan sósupott, en það getur gerst á bestu bæjum,“ sagði Pat.
Ekki er vitað hvort Lukasz þekkti söguna um Gullbrá og birnina þrjá en hann fékk skilorðsbundinn dóm og fjársekt fyrir sitt ævintýri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann