fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

1930 – Wegener reisir stöpul á Arnarneshæð

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 25. desember 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfred Wegener var þýskur stjörnu- og jarðeðlisfræðingur sem stundaði rannsóknir á norðurhveli, sér í lagi á Grænlandi. Árið 1915 setti hann fram hugmyndir um landrek sem urðu forveri flekakenningarinnar sem hefur verið viðtekin síðan árið 1968. Wegener sá að meginlöndin Suður-Ameríka og Afríka passa saman eins og púsluspil og því hlytu meginlöndin að vera á hreyfingu.

Árið 1930 kom Wegener við á Íslandi á leið sinni til Grænlands í rannsóknarleiðangur. Hann sótti hingað íslenska hesta sem gefist höfðu vel í slíkum leiðöngrum sem burðardýr. Þá fóru Wegener og fylgdarlið hans í æfingaferð yfir Vatnajökul. Stöpulinn á Arnarneshæðinni reisti hann til að prófa landrekskenningu sína en sambærilegur stöpull var síðar reistur á vesturströnd Grænlands. Ferðin til Grænlands endaði hins vegar illa því að Wegener og annar samferðamaður hans létust. Wegener, sem var fimmtugur, reykti mikið og hjartað þoldi ekki álagið í jöklaferðunum.
Samferðamaður hans týndist eftir að hafa grafið Wegener.

Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur segir í samtali við DV að stöplarnir hafi ekki haft neina þýðingu því að þeir séu báðir á sama jarðflekanum. „Hann ætlaði að staðfesta kenningu sína með því að koma aftur mörgum árum síðar og mæla rekið.“ Skömmu síðar kom annar þýskur fræðimaður, Bernauer að nafni, og gerði sams konar tilraun yfir gosbelti Íslands. „En stríðið kom og rótaði því fyrir þeim og í raun var engin hreyfing á norður-gosbeltinu á þessum tíma. Þetta gerist í rykkjum.“

Árið 1930 var ekki þéttbýli í kringum stöpulinn á Arnarneshæð. Nú stendur hann í mynni íbúðahverfis en margir gera sér ekki grein fyrir því að hann sé hluti af merkum jarðfræðitilraunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð

Pressan mikil á þremur liðum í þriðju umferð
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman

Margrét Ýr og Reynir Grétarsson slá sér upp saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar