Jólasveinninn kom konunni til bjargar: Sjáðu krúttlegasta myndbandið í dag

Þó það sé mikið að gera hjá jólasveininum þessa dagana hefur hann enn tíma til að koma fólki í vanda til aðstoðar. Það sýndi sig í Bretlandi á dögunum þegar fljúgandi hálka gerði vegfarendum lífið leitt í Watford.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi rann kona á besta aldri illa í hálkunni í þann mund sem jólasveinn ók bifreið sinni framhjá. Hann nauðhemlaði, stökk út og kom konunni til aðstoðar.

Það var maður að nafni Dave Cordoza sem tók myndbandið upp skammt frá verslun Tesco í Watford. Fannst honum fallegt að sjá þetta litla góðverk. Dave segir við breska fjölmiðla að konan hafi virst vera við góða heilsu þrátt fyrir að hafa runnið nokkuð illa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.