Dæmdur í fangelsi: Sendi vændiskonur ítrekað til nágrannans

Er í slæmum málum.
Douglas Goldsberry Er í slæmum málum.

Douglas Goldsberry, 45 ára karlmaður í Nebraska í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að senda vændiskonur ítrekað til nágranna síns.

Vændiskonurnar fékk hann til að fækka fötum fyrir utan heimili nágrannans á meðan hann fylgdist með úr eldhúsglugganum.

Nágrannarnir, ung hjón, sögðu fyrir dómi að vændiskonur hefðu komið að heimilinu minnst 75 sinnum frá árinu 2013. Stundum hafi þær sparkað í dyrnar og krafist þess að fá borgað fyrir vinnu sína – hjónunum og tveimur börnum þeirra til mikils ama.

Ekki er talið að Douglas hafi með þessu viljað ná sér niður á hjónunum heldur hafi hann einfaldlega verið að svala fýsnum sínum. Douglas hefur setið 175 daga í fangelsi vegna málsins en ekki er útlit fyrir að hann losni út í bráð.

Í umfjöllun Omaha World-Herald kemur fram að lögregla hafi fundið myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt í tölvu hans og gæti hann átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi vegna þess máls.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.