Banvæni bósinn

Fimm morð á átta árum – Fórnarlömbin hugsanlega fleiri

Það má teljast ljóst að höfnun fór illa í hann.
Patrice Alègre Það má teljast ljóst að höfnun fór illa í hann.

Patrice Alègre fæddist 20. júní, 1968, í Haute-Garonne-sýslu í suðvesturhluta Frakklands. Hann settist að í Toulouse, helstu borg sýslunnar og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.

Þann 5. september, 1997, var Patrice, þá 32 ára, handtekinn í höfuðborg Frakklands, París. Hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað og myrt sex konur á árunum 1989 til 1997. Hann var einnig kærður fyrir eina nauðgun að auki og morðtilraun.

Fastagestur í fangelsum

Á unglingsárum var Patrice viðriðinn fjölda innbrota og var að sögn „vandræðaunglingur“. Hann byrjaði að reykja hass og neyta áfengis og fékk mikinn áhuga á költi af ýmsum toga. Sautján ára að aldri reyndi hann að kyrkja kærustu sína.

Innviðir fangelsa voru Patrice ekki með öllu ókunnir, enda fastagestur í slíkum híbýlum á yngri árum. Á meðal þess sem hann hafði unnið við var dyravarsla á diskótekum og annars konar klúbbum.

Auk alls þessa var hann álitinn óforbetranlegur kvennabósi.

Tveir nágrannar

Patrice var ákærður fyrir morð á nágranna sínum í Toulouse í febrúar árið 1989. Ætla má að það hafi ekki verið ávísun á langlífi að vera nágranni Patrice því hann var einnig ákærður fyrir að hafa myrt nágranna sinn í Saint Géniès-Bellevue í Toulouse árið 1990.

Fyrri nágranninn sem hér um ræðir var Valérie Tarriote, 22 ára. Hún fannst nánast nakin í rúmi sínu og með hendurnar samanbundnar fyrir ofan höfuð.

Upp í munn hennar hafði verið troðið tveimur nærbuxum og sá nærfatnaður sem hún var íklædd hafði verið rifinn í hengla. Í stofunni voru tvö glös á borði og því dregin sú ályktun að Valérie hefði þekkt morðingja sinn.

Hinn nágranninn sem um ræðir var 19 ára kona, Laure Martinet, og segir ekki frekar af því.

Handtaka í París

Í febrúar 1997 myrti Patrice vændiskonu að nafni Martine Matias. Líkið af henni fannst í annarlegri stellingu í íbúð hennar og ýmislegt sem benti til þess að kynlíf hefði komið við sögu. Á tveimur stöðum í íbúðinni sáust ummerki íkveikju. Martine hafði verið kyrkt.

Mireille Normand, 36 ára, féll fyrir hendi Patrice í Verdun og í september 1997 myrti hann Isabelle Chicherie, 31 ár, í París. Hún reyndist hans síðasta fórnarlamb því hann var handtekinn daginn eftir.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.