Þetta myndband af drukknum Rússa að reyna að opna dyr slær í gegn á netinu

Eftir að hafa reynt í þrjár klukkustundir að sparka niður hurð svo hann kæmist út tókst rússneskum karlmanni loksins að opna dyrnar. Myndband af manninum hefur vakið talsverða athygli en það var tekið í Balashikha, vestur af Moskvu, um liðna helgi.

Á myndbandinu sést maðurinn, sem var augljóslega í annarlegu ástandi, reyna að sparka niður hurðina í íbúðarhúsi í hverfinu. Sama hvað maðurinn reyndi, ekkert gekk. Maðurinn kom og fór nokkrum sinnum og reyndi félagi hans meira að segja að aðstoða hann, en allt kom fyrir ekki.

Þremur tímum eftir að ævintýrið hófst kom okkar maður aftur og virtist þá í örlítið betra ástandi en áður. Það var þá sem hann áttaði sig á því hvernig hann átti að opna dyrnar. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.