Svona leit Reykjavík út árið 1926 - Sjáðu myndbandið

Óhætt er að segja að Reykjavíkurborg hafi breyst mikið á undanförnum rúmu 90 árum. Á vef YouTube má nálgast myndskeið sem sýnir höfuðborg okkar Íslendinga árið 1926.

Það er The Burton Holmes-skjalasafnið sem á myndbandið en Burton Holmes var mikill ferðalangur og jafnan nefndur faðir ferðakvikmyndanna.

Á myndbandinu sést meðal annars þegar komið er til hafnar í Reykjavík. Þá sjást meðal annars Dómkirkjan og Austurvöllur og íslenskir glímukappar sýna þjóðaríþrótt Íslendinga. Myndbandið er sannarlega góð og skemmtileg heimild um gamla tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.