Átta hlutir sem munu gerast árið 2018: Frá manninum sem spáði fyrir um Brexit og Donald Trump

Mun þessi spá rætast?

Spáir því að árið 2018 muni einkennast af pólitískum óstöðugleika. Auðvitað muni þó góðir hlutir einnig gerast.
Craig Hamilton-Parker Spáir því að árið 2018 muni einkennast af pólitískum óstöðugleika. Auðvitað muni þó góðir hlutir einnig gerast.

Nú eru aðeins sex vikur þar til árið 2018 gengur í garð. Þó erfitt sé fyrir hinn dæmigerða meðalmann að spá fyrir um stórtíðindi næsta árs eru sumir sem telja sig betur til þess fallna að spá fyrir um framtíðina.

Einn þeirra er Craig Hamilton-Parker, breskur miðill, sem hefur spáð rétt fyrir um ýmsa atburði í gegnum árin. Hann spáði því til að mynda að Bretland myndi ganga úr Evrópusambandinu og sá fyrir að Donald Trump yrði kjörinn Bandaríkjaforseti. Hvort um einskæra heppni eða hreinar tilviljanir sé að ræða eru margir þeirrar skoðunar að Craig sé þessum hæfileikum gæddur, að geta séð fyrir atburði áður en þeir gerast.

Craig birti myndband á YouTube-síðu sinni þar sem hann sagði meðal annars að árið 2018 muni einkennast af miklum pólitískum óstöðugleika. Þá muni náttúruhamfarar verða meira áberandi en oft áður.

Þó að margt neikvætt muni eiga sér stað segir Craig að fólk þurfi ekki að örvænta. Góðir hlutir muni einnig gerast og við séum við upphaf einhverskonar gullaldartímabils í mannkynssögunni. Craig segir að átök og harðræði og áhyggjur í sambandi við umhverfismál muni þjappa góðu fólki saman.

Hér að neðan má sjá átta atburði sem Craig telur að muni gerast árið 2018.

1.) Fleiri hryðjuverkaárásir

2.) Fjöldaverkföll í Bretlandi

3.) Bandarískt herskip mun sökkva

4.) Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, verður steypt af stóli.

5.) Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle munu tilkynna um trúlofun sína

6.) Reynt verður að bola Donald Trump Bandaríkjaforseta úr stóli fyrir embættisglöp. Hann mun standa allar síkar tilraunir af sér.

7.) Eldjall nærri borginni Napoli á Ítalíu mun gjósa, hugsanlega Vesúvíus.

8.) Náttúruhamfarar munu eiga sér stað þegar ógnarstór ísjaki mun losna frá Suðurskautinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.