fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Dauði lyfjasendils

Hugðu á skjótfenginn gróða – Ránið breyttist í morð

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 11. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kviðdómur í Shasta-sýslu í Bandaríkjunum komst þann 14. mars 2013 að þeirri niðurstöðu að Vanessa Kay Williamson, þá 27 ára, væri sek um morð á kærasta sínum, Daniel Ravnesh Khelawan, 28 ára frá Sacramento, 8. janúar árið 2010.

Þann 22. apríl 2013 fékk Vanessa lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Rétt áður en dómari í málinu gerði dóm sinn heyrinkunnan fór Vanessa að kjökra óstjórnlega og sagðist saklaust fórnarlamb.

„Ég vildi aldrei að nokkrum yrði gert mein,“ sagði hún og ítrekaði að hún hefði ekki tekið í gikkinn á þeirri byssu sem notuð var við morðið á Daniel.

Enginn efi

„Það var Robert sem tók í gikkinn. Ég skil bara ekki af hverju allir eru að hamast í mér. Ég skil ekki af hverju öllu er dembt á mig,“ sagði Vanessa kjökrandi.

Vanessa hafði nokkuð til síns máls; hún hafði ekki skotið Daniel til bana, en að mati dómara, saksóknara og kviðdóms lék enginn vafi á að ódæðið hefði verið undan hennar rifjum runnið.

Kærasti númer tvö

Nefndur Robert, fullu nafni Robert Lee James IV, var kærasti Vanessu, já, hún ku hafa átt þá tvo á þessum tíma, lýsti, árið 2012, sig sekan um manndráp í málinu. Hann játaði sig einnig sekan um ránstilraun og sitthvað fleira og að launum fyrir að vera jafn samvinnuþýður og raun bar vitni var hann dæmdur til 32 ára fangelsisvistar og sex mánuðum betur.

Það var þó skoðun ákæruvaldsins að Vanessa hefði ginnt Robert til óhæfuverksins.

Hugmynd um rán

Þannig var mál með vexti að Daniel Ravnesh Khelawan vann við að keyra út lyfseðilsskyld lyf til hjúkrunarheimila og fleiri viðlíka stofnana.

Vanessa fékk þá snilldarhugmynd að hún og Robert létu til skarar skríða þegar Daniel væri í útkeyrslu og rændu lyfjunum og öllu fémætu.

Í sjálfu sér ekki verri hugmynd en hver önnur þar til Vanessa og Robert gerðu sér grein fyrir að yfirgnæfandi líkur voru á að Daniel myndi bera kennsl á að minnsta kosti Vanessu.

Fimm skot

Talið var að Vanessu og Robert hefði orðið ljóst að Daniel yrði að deyja, því annars mundi hann einfaldlega vísa lögreglunni á þau. Saksóknari í málinu, Stephanie Bridgett, sagði að Vanessa hefði narrað Robert til að drepa Daniel með því að segja að hann sæti um hana hvar sem hún færi og hefði hótað henni og fjölskyldu hennar, þar á meðal ungri dóttur hennar.

Hvað sem því líður þá var Daniel skotinn fimm skotum og Robert hélt á byssunni.

Tár Vanessu undir lok réttarhaldanna breyttu í engu skoðun ákæruvaldsins. „Hún grætur sjálfrar sín vegna,“ sagði Stephanie Bridgett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum