fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Morð í Mexíkó-borg

Aldraðar konur voru myrtar unnvörpum – Lögreglan lengi vel ráðþrota

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 22. október 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan dag 25. janúar, 2006, knúði Juana Baraza, 48 ára, einstæð móðir, dyra heima hjá 82 ára konu, Önu Mariu de los Reyes, í Mexíkó-borg. Spurði Juana hvort mögulegt væri að fá vatnsglas. Ana Maria hélt það nú og bauð Juönu inn.

Þegar inn var komið hún Önu Mariu með hlustunarpípu sem hún hafði í fórum sínum.

En Juana náðist skömmu síðar því leigjandi Önu Mariu hafði séð hana yfirgefa vettvanginn, rétt áður en hann nánast hnaut um líkið af Önu Mariu á stofugólfinu.

Ömurleg bernska

Áður en lengra er haldið er vert að kíkja aðeins á forsögu Juönu. Hún fæddist í strjálbýlu héraði norður af Mexíkó-borg. Líf hennar var til fárra fiska metið því að sögn gaf móðir hennar, sem þjáðist án efa af alkóhólisma á háu stigi, hana manni í skiptum fyrir þrjá bjóra. Þá var Juana 12 ára og sá sem gerði þessi kostakaup reyndist ekkert gæðablóð og beitti Juönu kynferðislegu ofbeldi. Juana ól honum son, en allt í allt eignaðist hún fjögur börn.

Síðar gerðist Juana atvinnumaður í glímu og glímdi undir nafninu Hljóða daman. Juana fyrirgaf aldrei móður sinni og varð andúðin í hennar garð hvatinn að því sem seinna gerðist.

Árangurslaus leit

Í kjölfar handtökunnar kom ýmislegt upp úr krafsinu. Frá árinu 2005 hafði lögreglan árangurslaust reynt að hafa hendur í hári morðingja sem virtist beina spjótum sínum að öldruðum konum. Það ár fundust nokkrar slíkar kyrktar á heimilum sínum.

Hinn óþekkti morðingi hafði fengið viðurnefnið Morðingi hinna öldnu kvenna. Nú varð ljóst að Juana var umræddur morðingi og hafði haft það fyrir sið að þvælast um á almenningsstöðum í leit að öldruðum konum sem voru einar síns liðs.

Vingaðist við aldnar konur

Juana vingaðist við konurnar og öðlaðist traust þeirra og gaf sig stundum út fyrir að vera hjúkrunarkona eða starfsmaður félagsþjónustunnar. með þessu móti átti hún greiða leið inn á heimili verðandi fórnarlamba síðar, og senni var sú raunin í tilfelli Önu Mariu.

Konurnar myrti Juana með því kyrkja þær með símasnúru, sokkabuxum eða hlustunarpípu, sem fylgdi hjúkrunarhlutverkinu.

Fingraför könnuð

Í fyrstu taldi lögreglan að morðinginn væri klæðskiptingur og beindi sjónum sínum að stöðum þar sem klæðskiptingar stunduðu vændi. Síðar vann lögreglan út frá þeirri kenningu að morðinginn væri karlmaður sem klæddist kvenmannsfötum til þess eins að komast inn á heimili fórnarlambanna.

Enn síðar var talið að um væri að ræða tvo morðingja, en árangur lögreglunnar var átakanlega lítill og á endanum voru könnuð fingraför allra sem lágu, liðin lík í líkhúsum Mexíkó-borgar. Sennilega vonaði lögreglan að morðinginn hefði séð sóma sinn í að fremja sjálfsmorð. Því var þó ekki að heilsa.

Nokkuð langur dómur

En sem sagt; eftir morðið á Önu Mariu var umræddur morðingi gómaður og fljótlega varð ljóst að Juana hafði ýmislegt á samviskunni.

Réttarhöld yfir henni hófust vorið 2008 og ekki var talið fráleitt að Juana hefði allt að fjörtíu morð á samviskunni.

Reyndar játaði hún sig aðeins seka um morðið á Önu Mariu, en hægt var með vissu að bendla hana við ellefu morð og hún sakfelld fyrir þau ásamt ýmislegt smáræði á borð við innbrot. Eftir því var tekið að enga iðrun var að sjá á morðkvendinu meðan á réttarhöldunum stóð.

Juana Barraza fékk 759 ára fangelsisdóm 31. mars 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?

Hversu oft á að þvo handklæði og sængurver?
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera

Léttist um 74 kíló með því að hætta einu sem flestar mæður gera