Banvænt læknisráð

Svæfingarlæknirinn fann fyrir eigin meðulum – Féll á eigin bragði

Sagðist vera fórnarlamb hótana.
Adriana Vasco Sagðist vera fórnarlamb hótana.

Föstudaginn 24. janúar, 2003, féll í Orange-sýslu í Bandaríkjunum dómur í máli Adriönu Vasco, 35 ára konu frá Kaliforníu. Adriana, sem starfaði í sjúkramóttöku, hafði átt í ástarsambandi við Kenneth Stahl, kvæntan svæfingarlækni frá Huntington Beach.

Samband skötuhjúanna hafði staðið um nokkurt skeið og Kenneth vildi losna við eiginkonu sína, Carolyn Oppy-Stahl, en var ekki reiðubúinn til að skilja við hana með meðfylgjandi fjárútlátum.

Leigumorðingi ráðinn

Árið 1999 sáu Kenneth og Adriana að ekki yrði við ástandið unað, að best færi á því að Carolyn yfirgæfi jarðlífið. Adriana var greinilega ekki við eina fjölina felld því ekki þurfti hún að leita langt yfir skammt að manni sem væri fús til starfans. Þar var um að ræða annan ástmann hennar, Dennis Godley, sem sá ekkert því til fyrirstöðu að koma Carolyn fyrir kattarnef gegn 30.000 dala greiðslu.

Tveir fyrir einn

Afráðið var að Dennis veitti gerði hjónunum fyrirsát á afskekktum vegarkafla á Ortega-þjóðveginum og gengi þar frá Carolyn. Það gerði hann svikalaust, en kannski runnu á hann tvær grímur eftir að hann sendi eiginkonu læknisins inn í eilífðina.

Hvaða hugsanir runnu í gegnum huga Dennis er á huldu. Kannski var hann afbrýðisamur og kærði sig ekki um að deila Adriönu með öðrum manni og kannski vildi hann einfaldlega losna við mögulegt vitni að glæpnum. Hvað sem því líður þá fylgdi læknirinn lævísi eiginkonu sinni yfir móðuna miklu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.