fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Bókinni 40 Minutes Late skilað 100 árum eftir að hún var tekin að láni

Almenningsbókasafnið í San Francisco endurheimti bók sem löngu var gleymd

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitt að vera seinlæs en almenningsbókasafnið í San Francisco hefur nú endurheimt bók sem fengin var að láni fyrir 100 árum.

Það var árið 1917 sem hin 83 ára gamla Phoebe Marsh Dickenson Webb fékk bókina að láni sem ber þann kaldhæðnislega titil „40 Minutes Late – and Other Stories“

Svo fór að hún lést áður en hún náði að skila bókinni. Barnabarnbarn hennar, Webb Johnson, fann síðan bókina ekki fyrr en árið 1996 þegar hann var að fara í gegnum hluti sem geymdir voru í gömlu kofforti. Hann ákvað að eiga bókina og las hana meira að segja, að því er fram kemur í viðtali við hann í San Francisco Chronicle.

Ef miðað er við sektargreiðslur nútímans í safninu, upp á 10 sent á dag, hefði verið hægt að rukka afkomendur Phoebe Dickenson um 3,650 dali –eða rúmar 412 þúsund krónur– þegar þeir skiluðu henni nú á dögunum. En bókasafnið sendi nýverið út tilkynningu þar sem seinlæsum var tilkynnt að ekki yrði rukkað fyrir bækur sem löngu væri orðið tímabært að skila á tímabilinu 3. janúar til 14. febrúar. Fjölskyldan ákvað því að nýta tækifærið og skila loks bókinni, 100 árum eftir að hún var tekin.

Safnstjóranum, Luis Herrera, datt enda ekki í hug að lesa fjölskyldunni pistilinn vegna seinagangsins heldur var hann hæstánægður með að endurheimta bók með svo merkilega sögu.

Enn á eftir að ákveða hvort bókin fari aftur í hillur safnsins eða hugsanlega í sýningarkassa en Webb Johnson er á því að bókina ætti að setja aftur í umferð.

„Ég hafði mjög gaman að því að lesa hana, það var ein af ástæðunum fyrir því að ég geymdi hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“