fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Sturlaður markaður með stórbrotnar fasteignir

Dýrustu eignirnar sem eignuðust nýja eigendur á árinu 2016

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar af glæsilegustu fasteignum veraldar eignuðust nýja eigendur á árinu 2016. Dýrasta fasteignin sem keypt var kostaði hvorki meira né minna en 270 milljónir Bandaríkjadala, 31 milljarð króna. Tekið skal fram að hér er einungis átt við heimili en ekki stærri fasteignir sem notaðar eru í öðrum tilgangi.

Dýrustu eignina sem um ræðir, í Hong Kong, keypti kínverski fasteignamógúllinn Hongtien Chen, en eignin er tæplega 900 fermetrar að stærð, á besta stað í hverfi hinna efnameiri þar sem hún gnæfir yfir Hong Kong. Í öðru sæti á þessum lista var önnur fasteign í Asíu, nánar tiltekið í Suzhou í Kína, sem kostaði 154 milljónir dala, 17,6 milljarða króna. Fasteignin stendur tignarleg skammt vestur af Sjanghæ. Breska blaðið Daily Mail tók saman upplýsingar um dýrustu fasteignirnar sem skiptu um hendur á liðnu ári.

1.) 900 fermetrar til einkanota

Sem fyrr segir var það Kínverjinn Hongtian Chen sem keypti þessa glæsilegu eign í Hong Kong. Fyrirtæki hans, Cheung Kei Group, fjárfestir í fasteignum, hótelum og fjármálastarfsemi í Hong Kong. Í viðtali við South China Morning Post, þegar greint var frá kaupunum, sagði Hongtian að hann hefði keypt húsið til einkanota. Það væri erfitt að græða á fjárfestingu sem þessari.


2.) Útópían

Þessi glæsilega fasteign kom á sölu í Kína á liðnu ári og var ásett verð hátt í 18 milljarðar króna. Fasteignin hefur viðeigandi nafn, Taohuayuan, eða Útópía á íslensku. Ekki liggur fyrir hver keypti fasteignina, sem er með 32 herbergjum, hvorki meira né minna. Miðað við efnahagsuppganginn í Kína og ört fjölgandi milljarðamæringa er ekki útilokað að eignin hafi verið tiltölulega fljót að seljast.


3.) Hátt launaður bankamaður

The Crespi Hicks er stórglæsileg eign í Dallas í Bandaríkjunum. Andrew Beal, stofnandi Beal-bankans, splæsti 100 milljónum dala í eignina á liðnu ári, upphæð sem nemur 11,4 milljörðum króna. Sjö svefnherbergi eru í húsinu og er lofthæð á bilinu 4 til 5 metrar. Eignin var eitt sinn í eigu Tom Hicks sem líklega er einna best þekktur fyrir að hafa verið einn af eigendum knattspyrnuliðsins Liverpool.


4.) Playboy-höllin

Í fjórða sæti í úttektinni er sjálf Playboy-höllin sem var í eigu Hugh Hefner, stofnanda tímaritsins fræga. Það var ungur auðkýfingur, Daren Metropoulous, 33 ára meðeigandi Hostess, sem framleiðir meðal annars Twinkies-sælgætið, sem keypti höllina og er hann talinn hafa greitt 100 milljónir dala fyrir, eða 11,4 milljarða króna. Hefner hafði búið í húsinu frá árinu 1971 en í því eru sjö svefnherbergi, átta baðherbergi, vínkjallari, lítið kvikmyndahús, líkamsræktarstöð, tennisvöllur og sundlaug að sjálfsögðu.


5.) 2.800 fermetrar

Tom Gores, eigandi NBA-liðsins Detroit Pistons, er talinn hafa greitt tæplega 100 milljónir dala fyrir þetta glæsilega hús við Carolwood Drive í Los Angeles. Það væsir ekki um Gores og fylgdarlið hans í húsinu sem er samtals 2.800 fermetrar að stærð. Í því eru 10 svefnherbergi og á lóðinni við það eru íþróttavellir og sundlaug. Þess má geta að í húsinu er sérstök svíta, tæpir 500 fermetrar að stærð, sem hugsuð er fyrir aðaleigendur hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“