fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Fórnarlömb fíknar

Lamb var forfallinn fíkniefnaneytandi – Hóf neyslu 12 ára að aldri

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 15. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2013 fékk Kanadamaðurinn Shawn Cameron Lamb 20 ára fangelsisdóm fyrir morð á tveimur konum í Winnipeg, höfuðborg Manitoba-fylkis í Kanada. Að sögn hafði tilvera Lambs, þá 54 ára að aldri, verið æði þokukennd um margra mánaða skeið vegna mikillar og stöðugrar fíkniefnaneyslu.
Fórnarlömb Lambs voru Carolyn Sinclair, 25 ára, og Lorna Blacksmith, 18 ára, en þær voru báðar fíkniefnaneytendur og mögulega berskjaldaðar sökum lífsstíls síns.
Lamb myrti Carolyn 18. desember 2011, og Lornu 11. janúar 2012, og lék lítill vafi á sekt hans, enda játaði sig sekan um bæði morðin.

Gerði banvæn mistök.
Carolyn Sinclair Gerði banvæn mistök.

Játning í varðhaldi

Reyndar var það svo að áður en játning Lambs lá fyrir höfðu sjónir lögreglunnar beinst að honum, en 22. júní 2012, var hann, eins og svo oft áður, í varðhaldi, reyndar vegna einhvers alls ótengdu umræddum morðum.
Einhverra hluta vegna kjaftaði á honum hver tuska og hver yfirlýsingin varðandi morðin rak aðra og lögreglan vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið.
En síðar, sökum þess ástands sem Lamb var í þegar hann játaði á sig morðin, sáu verjendur Lambs sér leik á borði og náðu að knýja fram samning fyrir skjólstæðing sinn; möguleika á reynslulausn eftir tíu ára afplánun.

Var kyrkt með símasnúru.
Lorna Blacksmith Var kyrkt með símasnúru.

Deilt um fíkniefni

Lamb og Carolyn hittust 18. desember og ákváðu að slá saman í krakk, sem þau og gerðu. Að því loknu fóru þau heim til Lambs að Notre Dame-breiðgötu númer 822 til að neyta þess í ró og næði.
Snurða hljóp á þráðinn þegar Carolyn sló eign sinni á restina af fíkniefninu, fór inn á klósett og læsti að sér.
Það hugnaðist Lamb ekki og hann braut sér leið inn á salernið og barði Carolyn til óbóta með axarskafti. Í skýrslum segir: „hann [Lamb] sagði að hún hefði verið með meðvitund og því hafi hann kyrkt hana þar til hún var liðið lík.“

Ekki hefur fengist botn í mál hennar.
Tanya Nepinak Ekki hefur fengist botn í mál hennar.

Fleygt í ruslagám

Í nokkra daga lá líkið óhreyft í íbúð Lambs en að lokum vafði hann það inn í plast og tróð því í sjópoka sem hann síðan fleygði í ruslagám við Notre Dame-breiðgötu.
Líkamsleifarnar fundust ekki fyrr en 31. mars 2012 og ljóst að Carolyn, sem hafði verið barnshafandi, hafði hlotið ofbeldisfullan dauðdaga. Lífsýni sýndu að hún hefði verið í íbúð Lambs og renndu enn frekari stoðum undir sannleiksgildi játningar hans.

Fíkniefni enn og aftur

Lorna Blacksmith var einnig myrt í íbúð Lambs og líka sökum ósættis vegna fíkniefna. Greinilega hefur krakkið verið uppurið því Lorna reyndi að hringja í birginn sinn til að fá meira af herlegheitunum.
Það hleypti einhverra hluta vegna illu blóði í Lamb því hann fleygði Lornu í gólfið og kyrkti hana með símasnúrunni. Samkvæmt yfirlýsingu hans reyndi hann að endurlífga hana en hafði ekki erindi sem erfiði.
Lamb stal síðan plastdúk af nærliggjandi byggingarsvæði, vafði lík Lornu inn í það og losaði sig við það á bakstíg við yfirgefið hús á Simcoe-stræti.
Líkamsleifar Lornu fundust um hálfu ári síðar, í kjölfar upplýsinga frá Lamb, en sökum rotnunar var ekki hægt að úrskurða um dánarorsök, aðeins að ofbeldi hefði komið við sögu.
Lamb var einnig ákærður fyrir morð á konu að nafni Tanya Nepinak, sem hafði horfið, en málalyktir hafa ekki fengist í það mál

Glæpir og fíkniefnaneysla

Glæpaferill Lambs nær allt aftur til 8. áratugar 20. aldar og er hann með yfir 100 dóma á bakinu. Sumir dómanna varða ofbeldisglæpi, þar á með kynferðisglæpi. Flesta glæpi framdi hann þó til svala eiturlyfjafíkn sinni, en hann hóf neyslu harðra efna aðeins 12 ára að aldri.
Lamb fór ekki í launkofa með þá staðreynd að hann hefði eytt mestallri ævi sinni í eymd, vesaldóm og neyslu fíkniefna, en eitthvað virðist hafa rofað til í höfðinu á honum undir lok réttarhaldanna: „Ég iðrast. Ég finn til hluttekningar. Ég geri mér grein fyrir að til staðar er mikil reiði, ógeð, hatur – þau [aðstandendur fórnarlamba hans] þrá hefnd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United