fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Borðar allt og veikist aldrei: Maðurinn sem segist vera 145 ára var tilbúinn að deyja árið 1992

Innlit til mannsins sem segist hafa fæðst árið 1870

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. september 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indónesinn Mbah Gotho segist hafa fæðst á því herrans ári 1870 og ef rétt reynist er hann langelsti maður heims. Nú hafa myndir birst af Mbah sem segist vera tilbúinn til að fara yfir móðuna miklu.

Það vakti athygli á dögunum þegar greint var frá því að á afviknum stað á Indónesíu væri að finna mann sem er 145 ára gamall. Hann kveðst hafa fæðst þann 31. desember árið 1870 og kveðst hafa skjöl því til staðfestingar. Þá segist maðurinn hafa lifað öll tíu systkini sín, fjórar eiginkonur og öll börnin sín en segist eiga barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn á lífi.

Á myndum sem nú hafa birst af manninum má sjá hann borða, drekka og njóta samveru með fjölskyldu sinni. Þrátt fyrir að Mbah segist vera 145 ára gamall þá virðist hann geta gengið nokkurn veginn óstuddur.

Liputan 6-sjónvarpsstöðin í Indónesíu heimsótti Mbah á dögunum. Í viðtali sagðist hann vera tilbúinn til að kveðja. „Ég vil deyja. Barnabörnin mín eru orðin sjálfstæð,“ sagði hann. „Hann borðar allt og veikist aldrei,“ segir fjölskyldumeðlimur.

Suryanto, barnabarn Mbah, segir í viðtalinu að afi sinn hafi verið tilbúinn að kveðja síðan hann var 122 ára. „Legsteinninn var tilbúinn árið 1992. Fyrir 24 árum,“ sagði hann.

Erfitt er að segja með fullri vissu hvort Mbah sé jafn gamall og hann segist vera. Á fæðingarvottorði hans stendur þó skýrum stöfum að hann hafi fæðst þann 31. desember árið 1870. Ef ekki næst að staðfesta fæðingardaginn af óháðum sérfræðingum mun Mbah fara í hóp með James Olofintuy frá Nígeríu sem varð að sögn 171 árs og Dhaqabo Ebba frá Eþíópíu sem fullyrt var að hefði náð 163 ára aldri. Aldrei fékkst staðfest að þeir hefðu orðið svo gamlir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stöð 2 lækkar verð

Stöð 2 lækkar verð