fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Missti heyrnina eftir sterkustu núðlur heims

Fjögur þúsund sinnum sterkari en Tabasco-sósa – „Ég er ekkert mjög hrifinn af sterkum mat“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. september 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur kokkur, Ben Sumadiwiria, varð missti tímabundið heyrn eftir að hafa borðað sterkustu núðlur í heimi. Núðlurnar eru fjögur þúsund sinnum sterkari en Tabasco-sósa, sem Íslendingar þekkja margir hverjir. Hann missti heyrnina í um tvær mínútur eftir að hafa snætt réttinn.

Maðurinn, sem við skulum kalla Ben frekar en Sumadiwiria, er 22 ára og býr í London. Hann er vanur að borða sterkan mat – mjög sterkan meira að segja – og stóðst ekki mátið þegar hann var á ferð um Indónesíu. Á veitingastað í Jakarta rakst hann á rétt sem átti að slá öll met. Rétturinn heitir „Death noodles“ eða dauðanúðlur. Rétturinn inniheldur 100 kramda chili-ávexti eða það sem kallað er bird‘s eye chilies.

Rétturinn skorar 20 milljón stig á Schoville-skalanum, sem er mælikvarði á styrkleika. Til samanburðar má nefna að Tabasco-sósan bragðmikla skorar fimm þúsund stig.

Ógleði og vanlíðan

Þegar Ben hóf átið byrjaði hann að svitna, eins og þeir sem krydda vel þekkja. Svo fór hann að svima. „Þetta var klárlega það sterkasta sem ég hef nokkru sinni látið inn fyrir mínar varir,“ segir kokkurinn við breska blaðið Mirror. „Eftir nokkrar sekúndur var ég farinn að svitna og mér varð óglatt.“

Það tók á að borða matinn.
Sviti og tár Það tók á að borða matinn.

Mynd: Youtube

Hann ber að allir sem prófað hafa réttinn hafi kastað upp á veitingastaðnum eða fyrir utan hann. „Þetta heita dauðanúðlur en mér er sagt að sumir innfæddir geti klárað heilan disk – sem er bara sturlað.“ Hann segist hafa komist að því að um sé að ræða sterkasta rétt á matseðli sem völ er á. „Ég er ekkert mjög hrifinn af sterkum mat en þegar einhver skorar á mig get ég ekki skorast undan.“

Ben, sem á indónesíska foreldra, segir að munnur og varir hans hafi logað klukkustundum saman eftir að hann borðaði matinn. Honum varð mjög óglatt, sjóðheitt og mátti kæla höfuðið undir krana dágóða stund. Hann drakk sex vatnsglös, mjólkurhristing og kældan banana en leið enn illa af bruna í munninum. Hann missti heyrn í um tvær mínútur áður en hann skilaði öllu saman úti á götu. „Maður finnur eiginlega ekkert bragð – þetta er bara hiti og svolítill keimur af núðlum.“

Hann segist hafa dofnað í kjaftinum og ekki fundið fyrir tungu og vörum. „Ég hef borðað wasabi og ýmiss konar sterkan mat en þetta slær öllu við.“

Keppir í áti

Í grein Mirror kemur fram að The Carolina Reaper sé sterkasta chili í heimi en þegar búið er að kremja saman marga chili-ávexti af annarri tegund, náist fram meiri styrkleiki.

Hægt er að fylgjast með ævintýrum Ben á Youtube, en þar leggur hann sér ýmislegt til munns, svo sem blóð úr cobra-slöngu auk þess sem hann tekur þátt í kappáti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag