fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Fyrirkomið vegna fjárdráttar

Libby vildi forða eiginmanni sínum frá skömm – Það tókst 100 prósent

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 25. september 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní 2005 fór Libby Lathbury, frá Conyers í Georgíu í Bandaríkjunum, í verslunarferð til Atlanta. Á meðal þess sem hún keypti var Colt-skammbyssa og segir ekki meira af kaupstaðarferð þessari.

Að kvöldi 4. júlí, eftir að hafa fagnað þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna með fjölskyldu og vinum, smellti Libby kossi á kinn á eiginmanns síns, George, áður en þau tóku á sig náðir. Fleiri kossa fékk George ekki í lifanda lífi.

Huslaður í húmi nætur

Um nóttina skaut Libby menntaskólaástina sína þrisvar sinnum í höfuðið með Colt-skammbyssunni. Síðan vafði hún segldúk utan um volgt líkið og dró það út í garðinn. Jarðvegurinn var of harður til að Libby gæti tekið djúpa gröf og því huldi hún líkið með jarðvegi og laufum.

Ástæða verknaðarins var ekki framhjáhald, enda höfðu Libby og George búið saman í opnu hjónabandi. Skýringin var einföld og átti eftir að koma í ljós síðar.

Fjárdráttur

Þannig var mál með vexti að Libby hafði verið rekin úr starfi bókara hjá byggingarfyrirtæki eftir að upp komst að hún hefði dregið sér meira en tvær milljónir Bandaríkjadala. Fyrirtækið hafði gert tilraun til að leiða málið til lykta utan dómstóla.

Libby hafði einnig séð um bókhald í málmiðnaðarfyrirtæki Georges og veitt illa fengnu fé sínu í gegnum það.
George sjálfur hafði verið fullkomlega grunlaus um græsku sinnar heittelskuðu, enda rekið farsælt fyrirtæki um árabil og hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að hann sigldi lygnan sjó.

Allt selt

Þegar dagur rann strunsaði Libby inn á skrifstofur fyrirtækis Georges og fengu allir starfsmenn nema einn reisupassann. Að því loknu seldi hún allt sem ekki var naglfast; tæki og efni að „andvirði hundraða þúsunda dala“, að sögn bróður Georges, Jonathans.

Libby sagði að George hefði fengið hjartaslag á mótorhjólinu, en hann var þekktur fyrir áhuga sinn á vélfákum. Hann hefði verið lagður inn á sértækt sjúkrahús í Norður-Karólínu.

Ný útgáfa

Útskýringar Libby urðu öllu loðnari þegar Jonathan gekk á hana. Libby fór í kerfi og sagðist myndu hafa samband við lækninn. „Við höfðum samband við alla spítala sem hægt var, og Blue Cross, tryggingafyrirtæki hans, gat ekki veitt nokkur svör. Þá vissum við að tímabært væri að hafa samband við lögregluna,“ sagði Jonathan.

Lögreglan fór að heimili hjónanna og ræddi við Libby. Hún fullyrti nú að George hefði farið frá henni, en glöggur lögregluþjónn rak augun í veski Georges á kommóðu í svefnherberginu – með reiðufé, krítarkortum og ökuskírteini í.

Líkið finnst – Libby hverfur

Þann 28. júlí mætti lögreglan með leitarhunda sem voru ekki í vandræðum með að finna líkamsleifar George, sem þá þegar voru byrjaðar að rotna. En Libby hafði nýtt tækifærið og af henni fannst ekki tangur né tetur. Lögreglan beið ekki boðanna og lýsti eftir henni vegna ýmissa saka.

Dagar urðu að vikum og vikur að mánuðum en ekkert spurðist til Libby. Ekki fyrr en 8. september í Phoenix-borg í Arizona þegar lögreglan ákvað að skoða grunsamlegan bíl sem hafði verið lagt við blokk eina þar í borg.

Libby handtekin

Áhyggjufullur, sumir myndu segja afskiptasamur, íbúi hafði haft samband við lögregluna vegna hvítrar Chevrolet Blazer-bifreiðar sem hafði staðið við blokkina í meira en viku. Bíllinn var á Georgíu-númerum og eigandinn reyndist vera Libby. Hún var handtekin og flutt í lögreglufylgd heim til Conyers.

Libby játaði að hafa fyrirkomið eiginmanni sínum, sagðist hafa gert það til að firra hann skömm vegna fjárdráttar hennar.
Í apríl 2006 fékk Libby Lathbury lífstíðardóm og fimm árum betur. Þannig fór nú það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“