fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Sjúkrabíll óþarfur

Umstang með tölvuborð var kornið sem fyllti mælinn

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 18. september 2016 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðla kvölds 3. apríl, 2008, barst Neyðarlínunni í Lothian-sýslu í Skotlandi símtal: „Ég var að drepa konuna mína. Ég verð í fangelsi það sem eftir er ævinnar – það skiptir engu. Ég barði höfuðið á henni í klessu. Sjúkrabíll er óþarfur. Farið bara með hana beint í líkhúsið.“ Svo mörg voru þau orð.

Á línunni var 64 ára maður, Emrys Taylor, og hann bætti við að Lillian, eiginkona hans, hefði reitt hann til reiði með því að færa til tölvuborðið hans. Hún hefði verið í símanum, að tala við móður sína, þegar hann lét til skarar skríða – þetta var allt móður hennar að kenna.

Blóðug öxi

Starfsmaður Neyðarlínunnar bað Taylor að athuga með púlsinn en hann svaraði: „Ég snerti hana ekki – hún er dauð. Ég er búinn að berja burtu helminginn af helvítis hausnum á henni.“

Það var blóðug sjón sem mætti lögreglunni þegar hún kom á heimili hjónanna í Laird Terrace í Bonnyrigg í Midlothian. Blóðug bolöxi lá á stofugólfinu, blóðslettur uppi um veggi og Lillian Taylor, 43 ára, liðið lík í stól, með fætur uppi á borði; höfuðkúpan, kjálkar og kinnbein með mikla áverka.

Óbeit á tengdamömmu

Lillian og Emrys höfðu hist á landsleik í rúbbí, Emrys var mikill áhugamaður um þá íþrótt, og gengu í hjónaband í júní 1999. Eitt var það sem þó fór í taugarnar á Emrys frá upphafi; náið samband Lillian við móður sína, sem var 79 ára þegar þarna var komið sögu og háð hjólastól. Allt sem henni tengdist var eitur í beinum Emrys.

„Mig langar að drepa þetta kvikindi þarna uppi – mömmu hennar. Þetta er allt því illa viðrini að kenna,“ sagði Emrys við lögreglumennina sem færðu hann í varðhald.

Lillian hafði fyrir vana, Emrys til mikils ergelsis, að hringja í móður sína á hverju kvöldi. Lillian var einmitt í miðju slíku símtali þegar Emrys lét öxina tala.

„Bíddu aðeins Emrys,“ var það síðasta sem móðir Lillian heyrði hana segja. Síðan heyrði hún eitthvað sem virtist vera dynkir, spurði hvað um væri að vera en fékk engin svör. Hún hringdi í farsíma Lillian en enginn svaraði og á sama tíma var Emrys sennilega að tala við starfsmann Neyðarlínunnar.

Drykkja og deilur

Við yfirheyrslur upplýsti Emrys lögregluna um að þau hjónin hefðu fengið sér í glas þetta örlagaríka kvöld. Þau deildu um væntanlega ferð á rúbbíleik og – kannski að sjálfsögðu – um móður Lillian.

Emrys hafði tekið á sig náðir þegar hann heyrði umstang frammi og komst að því að Lillian var að færa tölvuborðið hans. Meira þurfti ekki til og þegar hann var yfirheyrður, nokkrum klukkutímum síðar, komst hann í mikið uppnám þegar tölvuborðið barst í tal. Hann hafði á orði að hefði Lillian látið borðið eiga sig hefði ekkert af þessu gerst.

Gagnkvæm óvild

Emrys sagðist hafa „misst“ sig, hann myndi ekki eftir að hafa banað konu sinni en „ég hlýt að hafa höggvið hana með henni [öxinni]. Það var enginn annar í húsinu.“

Skapgerðarbrestir höfðu lengi einkennt Emrys; lítið þurfti til að ergja hann, grunnt á reiði og drottnunargirni auk þess sem honum þótti sopinn góður. Hann hafði verið kvæntur áður en það hjónaband runnið sitt skeið. Frá upphafi hafði ríkt gagnkvæm óvild milli hans og ættingja Lillian, sem hann vildi sem minnst hafa saman við að sælda.

Þann 25. september fékk Emrys Taylor lífstíðardóm sem kvað á um að minnsta kosti tólf ára afplánun. Ösku Lillian var dreift yfir Murrayfield-rúbbíleikvanginn í Endinborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“