fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Bani í stað beðmála

Arline vildi ekki missa Norman – Hann vildi losna við hana

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 11. september 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni mánudagsins 23. júlí, 2012, komu Kimberly Simmons og móðir hennar, Dawn Benner, að heimili Arline Lawless í Waldoboro í Maine í Bandaríkjunum. Arline deildi húsinu með eiganda þess, Jeremy McPhee. Þannig var mál með vexti að bróðir Kimberly, Norman Benner, hafði um fjögurra mánaða skeið átt í ástarsambandi við Arline Lawless, en þegar þarna var komið sögu var hann þeirrar skoðunar að sambandið hefði runnið sitt skeið.

Hafði Norman sagt móður sinni, sem hann reyndar bjó hjá, að Arline væri orðin helst til kæfandi og ætti það meðal annars til að vekja hann um miðja nótt og spyrja hvort hann hygðist fara frá henni. En sem sagt, þennan morgun fundu mæðgurnar Norman og Arline alblóðug í rúminu í svefnherberginu.

Vildi ganga frá málinu

Norman hafði reynt að slíta sambandinu við Arline föstudaginn 20. júlí, en uppskorið heiftarlegt rifrildi og hann varð frá að hverfa. Daginn eftir ákvað hann að leiða málið til lykta og sagði móður sinni að hann yrði kominn heim aftur eftir klukkustund, eða svo.

Einnig hafði Arline sent Norman fjölda smáskilaboða og lýst áhyggjum vegna „undarlegrar hegðunar, Jeremys. Norman taldi að skilaboðin væru yfirvarp; Arline vildi einfaldlega fá hann til sín.

Vildi binda endi á samband sitt við Arline.
Norman Benner Vildi binda endi á samband sitt við Arline.

En Norman skilaði sér ekki heim, dagurinn varð að nótt og nýr dagur rann upp, en ekkert bólaði á Norman. Fylltust foreldrar hans og systir miklum áhyggjum og mæðgurnar fóru, sem fyrr segir, á heimili Arline og komust að því að áhyggjurnar áttu rétt á sér.

Arline á lífi

Við fyrstu sýn virtist Kimberly og Dawn að skötuhjúin væru bæði liðið lík, en skyndilega hreyfði Arline höfuðið. Það gerði Kimberly og Dawn bylt við og þær nánast hlupu út úr svefnherberginu og hringdu í Neyðarlínuna.
Jeffrey Fuller úr lögreglunni í Waldoboro mætti fyrstur á staðinn og gat staðfest að Norman hafði verið skotinn í hnakkann og þurfti ekki að kemba hærurnar. Arline var særð, gat ekki gert sig skiljanlega og var flutt með hraði á sjúkrahús í Portland.
Síðar staðfesti réttarmeinafræðingur að Norman hafði verið skotinn af stuttu færi.

Eiðsvarin yfirlýsing

Ekki lá fyrir hvenær um helgina þessi blóðuga uppákoma átti sér stað, en Jeremy McPhee sagði lögreglunni að hann hefði síðast séð Arline og Norman á laugardeginum og hefði klukkan hálf átta það kvöld heyrt það sem hann ályktaði að væru hrotur berast frá herbergi þeirra.

Hvað sem öllu þessu líður þá var Arline útskrifuð af sjúkrahúsinu á miðvikudeginum og umsvifalaust handtekin. Hún hafði enda, strax á mánudeginum, gefið eiðsvarna yfirlýsingu á sjúkrabeðinum þess efnis að hún hefði skotið Norman því hún hefði óttast að hann yfirgæfi hana.

Fimm mínútum eftir að hún myrti Norman skaut hún sjálfa sig í höfuðið, en skotið var, eins og lesendur ættu nú ekki að velkjast í vafa um, ekki banvænt. Þann 25. júlí, 2013, var Arline Lawless dæmd til 35 ára fangelsisvistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hartman í Val