fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Var síminn þess virði?

Slökkvilið kallað til eftir skelfilega ákvörðun ungs Norðmanns

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur Norðmaður, Cato Berntsen Larsen, tók á föstudag líklega einu verstu ákvörðun sem hann hefur tekið.

Vinur Cato hafði lent í þeirri leiðinlegu lífsreynslu að tapa snjallsímanum sínum á útikamar í bænum Drammen, skammt frá Osló. Síminn datt ofan í tankinn sem geymir öll herlegheitin.

Vinurinn hafði að líkindum talið að ómögulegt væri að endurheimta símann, en því var fyrrnefndur Cato ósammála.

Cato brá á það ráð að troða sér ofan í tankinn og finna símann. Þótt ótrúlegt megi virðast komst hann ofan í, en þegar kom að því að komast á þurrt á nýjan leik reyndist það honum þrautin þyngri.

Eftir að hafa setið fastur ofan í kamrinum í um klukkustund var brugðið á það ráð að fá slökkviliðið á staðinn. Cato var bjargað og er óhætt að segja að hann hafi verið frelsinu feginn.

„Við reyndum fyrst að ná í símann með priki en það virkaði ekki. Þannig að ég stökk ofan í,“ segir Cato í samtali við VG í Noregi. „Ég var þarna í um klukkutíma og var að fara yfir um. Það voru allskonar pöddur sem skriðu á mér,“ bætir hann við.

Cato kveðst hafa upplifað yfirgengilega ógleði meðan á þessum ósköpum stóð – og skyldi engan undra. Að sögn Tinu Brock, hjá slökkviliðinu í Drammen, tóku fjórir slökkviliðsmenn þátt í aðgerðunum.

Þess má geta að kamarinn er tæmdur einu sinni á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn