fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Stærsti kirkjugarður heims glímir við plássleysi

Og það er að stóru leyti ISIS að kenna

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wadi al-Salam-kirkjugarðurinn í Írak er stærsti kirkjugarður heims en talið er að þarna séu að finna jarðneskar leifar fimm milljóna manna. Forsvarsmenn kirkjugarðsins glíma nú við ákveðið vandamál sem gæti reynst erfitt að vinna bug á.

Átökin í Mið-Austurlöndum á undanförnum árum, Írak þar á meðal, hafa kostað tugþúsundir lífið. Wadi al-Salam-kirkjugarðurinn á sérstakan stað í hjörtum sjía-múslima þar sem hann liggur nærri grafhýsi Ali Bin Abi Talib sem var frændi Múhammeðs spámanns. Samkvæmt trúarkenningum sjíta var Ali arftaki Múhameðs. Þessari túlkun eru súnní-múslimar ekki sammála en það er efni í aðra og lengri sögu.

Kirkjugarðurinn er tíu ferkílómetrar að stærð, en eftir að ISIS, hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, fóru að láta til sín taka á stórum svæðum í Írak með tilheyrandi mannfalli hefur kirkjugarðurinn fyllst. Nú er svo komið að um 200 einstaklingar eru grafnir í garðinum á degi hverjum í samanburði við 80 manns að jafnaði áður en ISIS-samtökin fóru að láta til sín taka.

Forsvarsmenn kirkjugarðsins hafa reynt að finna lausnir á vandanum, meðal annars með því að hækka verð fyrir grafir. Hefðbundið 25 fermetra grafhýsi kostar nú sem nemur 450 þúsund krónum. Það eru ekki bara Írakar sem láta grafa sig í Wadi al-Salam. Garðurinn er einnig hvíldarstaður fjölmargra Írana sem eru sjía-múslimar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Tómas Þór sér um sjónlýsingu að Hlíðarenda í kvöld

Tómas Þór sér um sjónlýsingu að Hlíðarenda í kvöld
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Toftegaard Hansen til starfa hjá Gróttu – Vann áður með Frey hjá Lyngby

Toftegaard Hansen til starfa hjá Gróttu – Vann áður með Frey hjá Lyngby
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ráðleggur Chelsea að taka Varane frítt í sumar

Ráðleggur Chelsea að taka Varane frítt í sumar
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þörf á annarri umferð í biskupskjöri

Þörf á annarri umferð í biskupskjöri
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim

Naby Keita settur í bann og fær væna sekt – Neitaði að mæta í leik og fór heim