fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjónin sem eiga górillu fyrir barn

Pierre og Eliane tóku Digit að sér þegar hún var ung

Auður Ösp
Mánudaginn 22. ágúst 2016 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsku hjónin Pierre og Eliane Thivillon ganga skrefinu lengra þegar kemur að gæludýrahaldi. Seinustu 18 árin hafa þau nefnilega deilt heimili sínu með górillunni Digit- sem nú virðist ætla að taka fram úr foreldrum sínum í stærð.

Hjónin eru búsett vestur af Lyon og reka þau athvarf fyrir dýr sem bjargað hefur verið frá bágum aðstæðum í dýragörðum og fjölleikahúsum. Ein af þeim er Digit, en hún var yfirgefin þegar hún var ungi og vó aðeins rúmlega kíló þegar hjónin, sem eru barnlaus, tóku hana sér.

Ákváðu þau í kjölfarið að ala hana upp og komu upp aðstöðu fyrir Digit nálægt heimili sínu. Segja þau ýmislegt hafa gengið á í uppeldinu á Digit sem sé bæði ljúf og fjörmikil. Sérstaklega hafi það reynt krefjandi þegar Digit tók tímabil þar sem hún vildi stöðugt vera að hoppa ofan á rúminu hjá mömmu sinni og pabba.

Á meðan Digit var yngri komust foreldrar hennar aldrei í burtu frá henni. Tók hún svo miklu ástfóstri við þau að hún varð miður sín þegar þau skildu hana eftir og segja þau hjónin að þegar Digit verði leið þá gildi það sama um þau.

Þau hafa því ekki farið í frí, út að borða, í bíó eða í leikhús svo árum skiptir. Þau sjá þó fram á að það fari að breytast innan tíðar þar sem að Digit er í dag mun sjálfstæðari en áður. Hún þarfnast þó enn aðstoðar við einstaka verk, eins og til dæmis að draga mat úr tönnunum á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis