fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Genovese heilkennið

Enginn kom Kitty til hjálpar – Morðinginn sneri aftur á vettvang

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 13. mars, 1964, kom 28 ára kona, Catherine Genovese, að heimili sínu í Kew Gardens í Queens í New York. Án efa var Catherine lúin eftir að hafa staðið vaktina á Ev’s Eleventh Hour-barnum á Jamaica Avenue í Hollis.
Þessi smávaxna kona lagði rauðum Fíat-sportbíl sínum og gekk sem leið lá að íbúðinni við Austin-stræti – íbúð sem hún deildi með vinkonu sinni.

Klukkan tvö þessa sömu nótt hafði 29 ára karlmaður, Winston Mosely, smeygt sér fram úr rúmi sem hann deildi með eiginkonu sinni. Með það fyrir augum að svala afbrigðilegum hneigðum sínum rúntaði hann á Queens Boulevard og tilviljun ein réð því að Catherine „Kitty“ Genovese varð á vegi hans.

„Láttu stúlkuna í friði“

Moseley beið ekki boðanna og hljóp á eftir hinu smávaxna fórnarlambi. Á nokkurrar viðvörunar stakk hann hana tvisvar í bakið með hnífi, „Guð hjálpi mér,“ veinaði hún. „Hann stakk mig. Hjálpið mér.“

Sagan segir að fjöldi fólks hafi heyrt neyðaróp Kitty en aðhafst ekkert. Ljós voru kveikt í íbúð tíu hæða íbúðabyggingar og íbúinn, Robert Mozer, hrópaði út um gluggann: „Láttu stúlkuna í friði!“

Hróp Roberts komu illa við Winston Moseley sem hljóp að bíl sínum og ók á brott í snarhasti.
Síðar sögðu nokkrir íbúar að þeir hefðu haldið að um hefði verið að ræða hefðbundin læti frá nálægum bar. Hvað sem því líður þá staulaðist Kitty hálfmeðvitundarlaus að húsabaki í von um að komast heim. Þar kom hún að læstum dyrum.

Hálfnað er verk …

Winston Moseley sat í bifreið sinni nokkrum húsaröðum fjær og fylgdist með hvort lögreglan kæmi. Sú varð ekki raunin og hann tók þá ótrúlegu ákvörðun á ljúka því verki sem hann hafði byrjað á.

Hann setti upp tírólahatt og kembdi nágrennið og hætti ekki fyrr en hann fann Kitty, illa haldna, við bakdyr íbúðabyggingarinnar. Varnarskurðir á höndum hennar sýndu síðar að hún hafði barist fyrir lífi sínu. En Winston Moseley, hafði betur með hnífinn að vopni, nauðgaði henni, rændi af henni 49 Bandaríkjadölum og skildi við hana sem um væri að ræða ónýtanlegt drasl.

Nágranni Kitty, Karl Ross, varð var við síðari árásina og hafði samband við lögregluna sem kom brátt á staðinn – en of seint fyrir Kitty. Hún var eitt 636 myrtra einstaklinga í New York þetta árið og fékk ekki mikið pláss í blöðum þess tíma.

Ýkt en áhugavert

En tveimur vikum síðar kviknaði áhugi eins dagblaðs sem birti grein um morðið. „Í meira en hálftíma fylgdust 38 virðulegir, löghlýðnir íbúar Queens morðingja hrella og stinga konu í þremur aðskildum árásum,“ voru upphafsorð greinarinnar.

Vissulega var um að ræða ýkjur en greinin vakti athygli. Sennilega var ekki um að ræða fleiri en sex vitni og ekkert þeirra sá Moseley verja hálftíma í að stinga Kitty. En án efa hefðu bein afskipti umræddra vitna orðið Kitty til lífs, en vitnin voru hvort tveggja eða bæði drukkin eða svefndrukkin.

Eitt vitnanna sagðist hafa haldið að sér höndum – álitið að einhver annar hefði haft samband við lögreglu. Annað var ölvað og einn fullorðinn karlmaður hafði hringt í lögregluna en fengið frekar fljótfærnislega afgreiðslu. Eitt par viðurkenndi þó að hafa ekki viljað skipta sér af.

Hvað sem misvísandi frásögnum líður þá varð málið kveikja að rannsóknum á samfélagslegri hegðun og snýr að aðgerðaleysi þeirra sem verða vitni að ofbeldisglæpum – Genovesi-heilkenninu, eins og það var síðar nefnt.

Ekki flókið

Þegar þarna var komið sögu var Winston Moseley á bak við lás og slá. Þessi tveggja barna faðir, með fasta atvinnu og enga sakaskrá, hafði verið gripinn glóðvolgur við að stela sjónvarpi eftir innbrot.

Hann kom lögreglunni á óvart með því að viðurkenna blákalt að hann hefði banað Catherine Genovese og tveimur tonum að auki.

Winston var ekkert að flækja málin og sagði að ætlun hans þessa örlagaríku nótt hefði einfaldlega verið „að myrða konu“.

Winston Moseley var sakfelldur og dæmdur til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur