fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Unglingamorðin í Atlanta

Unglingar og börn hurfu og voru myrt – Öll fórnarlömbin voru þeldökk

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 23. júlí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. febrúar, 1982, var formlega bundinn endi á táningamorð sem ­skekið höfðu Atlanta í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum um þriggja ára skeið. Þann dag fékk ­Wayne Bertram Williams lífstíðardóm og fórnarlömbin voru 22 talsins.

Fyrstu morðin voru framin 21. júlí 1979 þegar tveir þeldökkir unglingspiltar, Edward Smith og Alfred Evans, voru myrtir. Þann 4. september, sama ár, hvarf þriðji unglingurinn, Milton Harvey, og 21. október bættist í hópinn Yusuf Bell, níu ára sonur Camille Belle, nafntogaðrar talskonu borgaralegra réttinda.

Í mars 1980 var Angel Laner, 12 ára blökkustúlku, nauðgað og hún síðan myrt og 9. júní var ­Christopher Richardson ráðinn bani.

Ung og þeldökk

Þegar þarna var komið sögu fóru þeldökkir foreldrar á svæðinu að óttast um öryggi barna sinna og töldu, í ljósi þess að öll fórnarlömbin voru ung og þeldökk, að rasisti stæði að baki morðunum og barnshvörfunum.

Lögreglan vísaði þó ­slíkum kenningum á bug með þeim rökum að hverfið sem um ræddi væri blökkumannahverfi og taldi lögreglan að ef hvítur ­maður hefði verið þar á ferli hefði hann stungið verulega í stúf. Einnig hélt lögreglan því fram að raðmorðingjar héldu alla jafna til innan um eigin kynþátt.

Smá útúrdúr og grunsamlegur náungi

Í maí 1981 var fjöldi fórnarlamba orðinn 21 og mánaðarlegur kostnaður við rannsókn málsins var 250.000 Bandaríkjadalir. Hagur Atlanta vor orðinn svo bágur að Ronald Reagan, þáverandi forseti Bandaríkjanna, sá fátt annað til ráða en að veita Atlanta 1.500.000 dala ríkisstyrk til að forða borginni frá gjaldþroti.

Um sömu mundir dró þó til tíðinda því 22. maí var bökkumaður að nafni Wayne Bertram Williams færður til yfirheyrslu. Williams, sem var plötusnúður og bjó í hverfinu, hafði sést hegða sér undarlega við Chattahoochee-ána þar sem morðinginn hafði losað sig við lík nokkurra fórnar­lamba.

Hundshár og handtaka

Lögreglan hafði þó engin handbær sönnunargögn sem bendluðu Williams við morðin og var ­honum því sleppt en ákveðið að fylgjast með kauða.

Tveimur dögum síðar fannst nakið lík Nathaniels Carter, 27 ára, fljótandi í fyrrnefndri á. Við rannsókn fundust hundshár á líkinu sem samsvöruðu hárum sem fundust í bifreið Williams. Í kjölfarið bárust lögreglu til eyrna frásagnir einstaklinga sem sögðu Williams hafa misnotað þá og var hann handtekinn 21. júní.

Réttarhöld hófust 6. janúar 1982 og var Williams ákærður ­fyrir tvö morð. Málsóknin byggðist að mestu leyti á líkum en eftir því var tekið að morðunum linnti eftir að Williams var handtekinn. Williams fékk lífstíðardóm en engu að síður hafa foreldrar nokkurra fórnarlamba lýst efasemdum hvað sekt hans varðar. En morðunum linnti og málið telst upplýst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“

Axel fer yfir ákvörðun sína – „Ég myndi ekki velja þann stað með sjö mánaða gamalt barn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast