fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Thomas Ross: Segist hafa fundið upp iPhone – Vill milljarða frá Apple

Fékk einkaleyfi á hönnuninni árið 1992

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 22:52

Fékk einkaleyfi á hönnuninni árið 1992

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér sést skissan sem Thomas hannaði árið 1992. Hann sótti um einkaleyfi í nóvember það ár en hætti að greiða af því árið 1995.
Skissan Hér sést skissan sem Thomas hannaði árið 1992. Hann sótti um einkaleyfi í nóvember það ár en hætti að greiða af því árið 1995.

Bandaríkjamaður að nafni Thomas Ross hefur stefnt hugbúnaðarrisanum Apple og krefst þess að fyrirtækið greiði honum 10 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 1.240 milljarða króna. Ástæðan er sú að hann telur fyrirtækið hafa stolið frá honum skissum síðar voru notaðar við hönnun iPhone-snjallsímanna.

Umræddar skissur segist Thomas hafa gert árið 1992 og eins og meðfylgjandi myndir sínar minna þær um margt á útlit iPhone-snjallsímanna sem hafa selst í bílförmum á undanförnum árum.

Í frétt The Daily Dot, sem fjallar um málið, kemur fram að Thomas hafi sótt um einkaleyfi á hönnuninni í nóvember 1992. Það er eitthvað sem gæti komið honum að gagni í málsókninni en þar sem hann hætti að greiða af einkaleyfinu rann það úr gildi árið 1995. Nokkuð mörgum árum síðar komu fyrstu iPhone-símarnir á markað.

Í stefnunni segist Thomas hafa orðið fyrir „stórfelldu tjóni“ sem varla er hægt að meta til fjár. Samt sem áður fer hann fram á tíu milljarða Bandaríkjadala í stefnunni auk þess sem hann fer fram á að fá 1,5 prósent af veltu Apple vegna sölu á iPhone-símum og iPad-spjaldtvölum.

Í stefnunni fer Thomas fram á það að málið fari fyrir kviðdóm sem þýðir að tólf óbreyttir borgarar í Flórída muni leggja mat á málið. Alls er óvíst er hvort Thomas verði ágengt með stefnunni en það verður þó forvitnilegt að fylgjast með framvindu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði

Tveir látnir eftir umferðarslys í Eyjafirði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert