fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Þetta hugsaði Ronaldo í leiknum gegn Íslandi

Hvað flaug í gegnum huga Ronaldo í leiknum gegn Íslandi?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. júní 2016 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, fyrirliði Portúgals, var harðlega gagnrýndur vegna ummæla sinna um íslenska liðið eftir 1-1 jafnteflið í gærkvöldi. Ronaldo virkaði kokhraustur fyrir leik og mátti greina glott á andliti hans áður en Cuneyt Cakir flautaði leikinn á.

Mótspyrnan sem íslenska liðið veitti því portúgalska virtist fara í skapið á Ronaldo eftir leik og sagði hann að íslenska liðið hefði fagnað eins og það hefði unnið Evrópumeistaratitilinn. Þá gagnrýndi Ronaldo spilamennsku íslenska liðsins og sagði það ekki hafa reynt að sigra. Loks virtist Ronaldo vera ósáttur þegar Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði falaðist eftir treyju kappans í leikslok.

En hvað fór í gegnum huga Ronaldo meðan að á leiknum stóð? Breska blaðið Mirror birti skemmtilega grein á vef sínum í gærkvöldi og reyndi að geta sér til um hvað flaug í gegnum huga Ronaldo meðan að á leiknum stóð. Greinin er til gamans gerð og birtir DV hér hluta hennar í íslenskri þýðingu.


Jæja, það er best að hefja þessa sýningu með einu kraftstökki. Takið eftir, ég beygi fæturna. Það lítur betur út fyrir myndavélarnar.“


„Það jafnast ekkert á við mildan ljóma sviðsljóssins. Stóra sviðið. Stóru áhorfstölurnar. Möguleikinn á að skora nokkur mörk. Gaur, þetta verður geggjað. Ég var fæddur til að gera þetta…“


„Aumingja þeir – þeir hafa ekki hugmynd um hvað er að fara að mæta þeim. Ég vona að þeir njóti þessa augnabliks. Drekkið augnablikið í ykkur, félagar. Þið munuð vilja muna eftir þessu.“


„Bíddu nú hægur…var ég…tæklaður? Af ÍSLENSKUM leikmanni? Vita þeir ekki hver ég er eða?“


„Vó, þetta er hörkuvinna. Þá meina ég, mjög mikil vinna. Er það svona sem það er að vera venjulegur fótboltamaður? Er það svona sem það er þegar LIÐIÐ er ekki byggt upp í kringum þig? Ég verð samt að halda kúlinu.“


„Hálfleikur. Spegill, spegill, spegill – verð að vera fyrstur að speglinum.“


„Gaur, talaðu við mig eftir leik. Þá sjáum við til með treyjuna.“


„Vá hvað ég sakna Modric og Kroos.“


Nani, viltu HÆTTA að vera FYRIR.“


„Nei, nú fer ég úr að ofan. Ég ætla úr að ofan og gera 10 þúsund kviðkreppur. Ég ætla úr að ofan og gera 10 ÞÚSUND kviðkreppur OG 10 þúsund armbeygjur – ef þið farið ekki AÐ GERA ÞAÐ SEM ÉG SEGI!.“


Fjandinn hafi það, ég er farinn aftur til Spánar. Þið getið bara farið í snjóhúsin ykkar aftur.“


„Nei, ekki að ræða það. Þið leyfðuð mér ekki einu sinni að skora. Það er ekki möguleiki að þú fáir treyjuna núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun