fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Gillian vann milljarða í lottóinu: Skilin og talar varla við foreldra sína

„Það eina sem vinningurinn hefur haft í för með sér er að gera nána ættingja mína gráðuga og heimtufreka“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gillian Bayford hélt að framtíðin yrði björt þegar hún komst að því að hún hefði unnið 148 milljónir punda, eða 26,3 milljarða króna, í Euromillions-lottóinu. Annað kom á daginn og nú er Gillian þeirrar skoðunar að vinningurinn hafi eyðilagt líf hennar.

Gillan, sem er 43 ára, skildi við eiginmann sinn, Adrian, fimmtán mánuðum eftir að hafa unnið þann stóra. Hjónin skiptu með sér milljónunum, eða milljörðunum, en eftir skilnaðinn sögðu þau að skjótfenginn gróðinn hefði sett aukna pressu á hjónabandið sem að lokum varð þeim um megn.

Áttu að gera alla hamingjusama

Ekki nóg með að hjónabandið hafi farið í vaskinn heldur er grunnt á því góða á milli Gillian og foreldra hennar. Þau hafa ekki talað við hana í um ár og þá er hún heldur ekki lengur í sambandi við bróður sinn. Gillian sagði sögu sína í viðtali við breska blaðið The Sun þar sem hún bendir á að foreldrar sínar og bróðir gangi um með fulla vasa fjár – þökk sé henni. Þau eigi flotta bíla og flott hús en þrátt fyrir að hafa létt undir með þeim fjárhagslega geri þau kröfu um að hún komi þeim til bjargar ef þau þarfnast peninga.

„Peningarnir áttu að gera alla hamingjusama. En það eina sem vinningurinn hefur haft í för með sér er að gera nána ættingja mína gráðuga og heimtufreka,“ segir. Hún nefnir til dæmis að faðir hennar ferðist ekki lengur um í almennu farrými þegar hann fer í flug. Þess í stað greiði hann fúlgur fjár fyrir ferðalög á fyrsta farrými með peningum sem hún útvegaði honum.

Segist hafa gefið þeim 20 milljónir punda

Eftir að hún vann þann stóra ákvað Gillian að hjálpa foreldrum sínum og bróður fjárhagslega. Þau voru ekki beint vel stæð og voru vafin skuldum eftir fyrirtækjarekstur sem gekk ekki upp. Þegar Gillian vann milljarðana bjuggu foreldrar hennar í hjólhýsi og ákvað hún að létta undir með þeim og kaupa handa þeim íbúð.

Nokkrum mánuðum síðar segir Gillian að foreldrar hennar hafi beðið hana um 800 þúsund pund, 140 milljónir króna, svo bróðir hennar gæti stofnað fyrirtæki. Hún lét undan en síðan þá segir Gillian að bróðir hennar hafi ekki talað við hana. Í viðtalinu kemur fram að allt í allt hafi hún látið um 20 milljónir punda af hendi rakna til fjölskyldu sinnar, en samt sem áður virðist sem foreldrar hennar og bróðir geri þá kröfu að hún komi þeim til bjargar. Nú þegar Gillian ákvað að láta gott heita segir hún að fjölskylda hennar hafi hætt að tala við hana. Í samtali við The Sun segir faðir hennar að það sé ekki allskostar rétt að þau krefjist þess að hún gefi þeim peninga. Þvert á móti hafi hún verið allt of örlát.

Hvað sem því líður er ljóst að afleiðingarnar af lottóvinningnum eru þær að hún er nú skilin við eiginmann sinn auk þess sem sambandið við fjölskyldu hennar, það er foreldra og bróðir, er stirt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið

Atvik í Fossvogi sem sást í beinni útsendingu vakti furðu – Rikka G fannst þetta mjög skrýtið
433
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti