fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Tryggður dauði

Lowell Amos var enginn nýgræðingur í morðum – Þrjár eiginkonur féllu fyrir hendi hans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 10. desember 1994 hittist hópur viðskiptajöfra til að gera sér glaðan dag í árlegri jólateiti á Athenaeum-hótelinu í Detroit í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal voru Lowell Amos, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá General Motors, og eiginkona hans, Roberta.
Segir ekki frekar af samkomunni, en Amos-hjónin fóru upp í svítu sína um hálf fimm leytið um morguninn.
Fjórum klukkustundum síðar hringdi Lowell í Bert Crabtree, sem einnig hafði verið í teitinni, og var mikið niðri fyrir – hvort hann gæti skotist upp í svítuna?

Hreinsað til

Bert mætti á staðinn ásamt öðrum hótelgesti, Daniel Porcasi, og Lowell sagði þeim vafningalaust að Roberta væri dáin vegna óhapps. Lowell sagðist vilja hreinsa til áður en lögreglan kæmi og bað Daniel að taka sportjakka hans til handargagns, sem Daniel gerði.
Þegar Daniel ók heim á leið síðar þann morgun kíkti hann í vasa jakkans og sá lítinn leðurpung sem í voru sprauta, án nálar, og illa lyktandi klútur.
Síðar nálgaðist Lowell jakkann aftur og umræddur leðurpungur og innihald hans hvarf.
Allt um það. Þegar lögreglan kom upp í svítu Lowells sagði hann að þau hjónin hefðu stundað kynlíf af miklum móð og neytt kókaíns og kona hans hefði haldið áfram neyslunni eftir að hann fór að sofa. Lowell sagði enn fremur að Roberta hefði, vegna ennisholuvandamála, ekki getað tekið kókaín í nös og því orðið að fá það beint í æð.
Þegar Lowell vaknaði var Roberta, að hans sögn, liðið lík.

Hinn 10. desember 1994 hittist hópur viðskiptajöfra til að gera sér glaðan dag í jólateiti á Athenaeum-hótelinu í Detroit.
Vettvangur glæps Hinn 10. desember 1994 hittist hópur viðskiptajöfra til að gera sér glaðan dag í jólateiti á Athenaeum-hótelinu í Detroit.

Kókaín hér – kókaín þar

Lögregla fann kókaín í sængurfötunum, jafnvel þeim hluta sem dýnan huldi. Í líkama Robertu fannst fimmtánfalt magn kókaíns sem dygði til að draga mann til dauða. Þar sem líkskoðun leiddi í ljós að ekkert kókaín var að finna á líkama Robertu, en þó inni í kynfærum hennar, grunaði lögreglu að Lowell hefði þvegið lík hennar áður en hann hafði samband við lögregluna.
Lík Robertu var nánast tandurhreint: enginn andlitsfarði eða varalitur. Þó var að sjá hvort tveggja á koddanum sem höfuð hennar hvíldi á.

Fortíðin guðar á gluggann

En ekki voru til staðar nægar vísbendingar til að leggja fram kæru á hendur Lowell og þess í stað ákvað lögreglan að gefa honum gætur og kíkja aðeins á bakgrunn hans.
Tveimur dögum eftir dauða Robertu eyddi Lowell yfir 1.000 dölum í mat, drykki og kynlíf með tveimur ónefndum dömum. En dauði Robertu hafði vakið athygli fjölmiðla og í kjölfarið gáfu nokkrar konur sig fram og sögðu sínar farir ekki sléttar í samskiptum við Lowell. Sumar sögðust telja að Lowell hefði byrlað þeim ólyfjan áður en til kynmaka kom.
Einnig komst lögreglan að því að ekki gekk allt upp hvað varðaði dauða fyrstu eiginkonu Lowells, Saundru, sem hafði látist 36 ára að aldri árið 1976.

Móðirin skilur við

Á sínum tíma útskýrði Lowell dauðsfall Saundru með þeim hætti að hún hefði blandað saman deyfilyfjum og áfengi, hrasað og rekið höfuðið í. Ekki var hægt að bera brigður á frásögn Lowells og fékk hann greidda út líftryggingu hennar, 350.000 dali.
Lowell kvæntist að nýju, en sú kona, Caroline, fleygði honum á dyr eftir að hann neitaði að breyta skilmálum svimandi hárrar líftryggingar sem hann hafði keypt fyrir hana.
Lowell flutti inn til aldraðrar móður sinnar, sem andaðist skömmu síðar og fékk Lowell greidda líftryggingu; eina milljón dala.

Eiginkona númer tvö deyr

Lowell tókst síðar að tala sig inn á Caroline á ný og níu mánuðum síðar fór hún yfir móðuna miklu, hafði að sögn Lowells fengið rafstuð þegar hún var í baði. Sjóðir Lowells gildnuðu um 800.000 dali við dauða hennar.
Að lokum fór þó svo að lögregla handtók Lowell. Tveimur árum áður hafði lögum í Michigan verið breytt þannig að heimilt var að vekja máls á eldri atvikum við réttarhöld og voru dauðsföll fyrri eiginkvenna og móður Lowells vatn á myllu ákæruvaldsins.

Reyndar taldi saksóknari ljóst að Roberta hefði ekki verið myrt í auðgunarskyni heldur fyrir þá sök að hún hugðist yfirgefa Lowell, sem var eitthvað sem honum leist ekki á.
Lowell var fundinn sekur og var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi 4. nóvember 1996. Hann dvelur enn í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi

Fáránlegt athæfi BMW-eiganda í umferðinni – Smaug á milli tveggja bifreiða á tvíbreiðum vegi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt