fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

FÓRNARLAMB FANTASÍU

Dökkir draumórar höfðu lengi hrærst í huga Grahams Coutts – Dag einn lét hann til skarar skríða

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 27. maí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérþarfakennarinn Jane Longhurst, 31 árs, hvarf 14. mars, 2003, í kjölfar símtals. Á þeim tíma bjó Jane með kærasta sínum og varði gjarna tíma með samkennara sínum, sem þá var barnshafandi, og kærasta hennar, Graham Coutts, gítarleikara sem vann sem sölumaður í hlutastarfi. Kynni þessa hóps höfðu hafist fimm árum fyrr.

Páskar voru að ganga í garð þegar starfsfólk geymsluþjónustunnar Big Yellow Storage í Brighton varð vart við frekar undarlegan fnyk sem lagði upp úr kjallara geymsluhúsnæðisins. Slíkur var ódaunninn að starfsfólk treysti sér vart til að sýna nýjum viðskiptavinum neðri hæðirnar. En hvað olli lyktinni var þeim hulin ráðgáta – sem myndi ekki leysast fyrr en rúmum mánuði síðar.

Hryllilegar fantasíur

Jane og vinkona hennar áttu það til að hittast í morgunsárið því vinkonan var tíðum frá vinnu sökum morgunógleði sem vill hrjá barnshafandi konur. Því hringdi Jane að morgni 14. mars í hana ef svo vildi til að hún væri heima við.

Það var Graham sem svaraði, og nei, vinkonan var farin til vinnu. Graham taldi Jane aftur á móti á að koma í sund í sundhöll ekki fjarri heimili Jane í Shaftesbury í Brighton – hann myndi sækja hana.

En ekkert varð úr sundferðinni því í stað þess að fara í sundhöllina fór Graham heim til sín, á Waterloo-stræti, með Jane.

Síðar átti eftir að koma í ljós að í hugarheimi Grahams hrærðust myrkar hugsanir og hryllilegar fantasíur. Þær ku hann hafa opinberað gagnvart Söndru Gates, sem hafði verið í ástarsambandi með honum á níunda áratug liðinnar aldar.

Að sögn Söndru hafði Graham sagst hafa til langs tíma dreymt um að kyrkja, nauðga og drepa konu. Við réttarhöld síðar meir taldi dómari þó að of langt væri um liðið og ekki ástæða til að opinbera þann vitnisburð fyrir kviðdómi.

Draumur verður að veruleika

En aftur í íbúð Grahams Coutts þennan örlagaríka morgun. Graham hófst handa við að laga te og á meðan það var að lagast tók hann nælonsokkabuxur kærustu sinnar og vafði þeim í tvígang utan um háls Jane og herti svo vel að að hann gat með annarri hendi haldið þeim um háls hennar og fróað sér með hinni.

Korrið í Jane æsti Graham til mikilla muna og hann herti enn frekar að hálsi hennar með sokkabuxunum – allt þar til súrefnisþurrð varð henni að bana. Þegar þarna var komið sögu hafði Graham upplifað að hluta til fantasíu sína og talið er að hann hafi áður en upp var staðið kynferðislega misnotað lífvana líkama Jane.

Sóðalegar vefsíður

Vikurnar fyrir morðið hafði Graham eytt yfir 100 sterlingspundum á aðgang að sóðalegum vefsíðum sem báru heiti á borð við „Club Dead“,og „Brutal Love“.

Rannsókn á tölvu hans leiddi í ljós að á vefnum hafði hann leitað eftir niðurstöðum sem vörðuðu samfarir við lík og einnig slegið inn „vídeó af kyrktum konum“ og „dauðar konur“. Í tölvu hans var að finna sjúklegar myndir af líkum og nauðgunum og ljóst að hann hafði verið að á öllum tímum sólarhrings.

Graham Coutts upplifði eigin fantasíu á kostnað Jane Longhurst.
Morðóður músíkant Graham Coutts upplifði eigin fantasíu á kostnað Jane Longhurst.

Notaðir smokkar

Þegar Graham hafði myrt og misnotað Jane kom hann líkinu fyrir í öflugum pappakassa, en fór þó ekki lengra með hann en út í garðskýli sitt. Þar geymdi hann líkið í ellefu daga eða allt þar til lögreglan bankaði upp á hjá honum til að forvitnast um hvort þau hefðu einhverja hugmynd um hvað orðið hefði af Jane.

Þá flutti hann kassann í geymslurými hjá Big Yellow Storage þar sem kassinn var í 24 daga. Að sögn starfsmanna þar kom Graham í geymsluna nokkrum sinnum á því tímabili, en staldraði alla jafna stutt við.

Síðar fann lögreglan notaða smokka í geymslu Grahams og taldi ekki loku fyrir það skotið að Graham hefði kynferðislega misnotað líkið af Jane þegar hann kíkti í geymsluna.

Líkið brennt

Upp úr 18. apríl tók starfsfólk Big Yellow Storeage eftir því að ódaunninn sem hafði plagað það var á undanhaldi, enda hafði Graham þá sótt kassann, hent honum í skott bíls síns og ekið á brott. Fleira gerði hann ekki þann daginn og var líkið af Jane í skotti bílsins yfir nótt.

Daginn eftir ók Graham til Wiggenholt Common í Vestur-Sussex þar sem hann tók kassan úr skottinu og bar síðan eld að líkamsleifum Jane.

Óhapp, sagði Graham

Þegar Graham Coutts var loks handtekinn fullyrti hann að dauði Jane hefði verið óhapp sem hefði átt sér stað þegar þau stunduð „kæfikynlíf“ sem Jane hefði samþykkt. Kviðdómur lagði ekki trúnað á frásögn Grahams og 3. febrúar, 2004, var hann sakfelldur fyrir morð og dæmdur til lífstíðarfangelsis. Farið var fram á að hann gæti ekki sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 30 ára afplánun.

Eftir áfrýjun voru 30 árin stytt í 26 þann 26. janúar 2005.

En fyrir fjölskyldu Jane var málinu ekki lokið því 19. júlí, 2006, ógilti áfrýjunardómstóll dóminn yfir Graham á þeim forsendum að kviðdómi hefði ekki verið gefinn kostur á manndrápsúrskurði.

Það breytti þegar upp var staðið ekki miklu og eftir ný réttarhöld, 4. júlí 2007, var Graham dæmdur fyrir morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum