fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Gripin í náttfatapartíi

Polly átti sér einskis ills von – Margt fer öðruvísi en ætlað er

Kolbeinn Þorsteinsson
Þriðjudaginn 17. maí 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun október, 1993, bauð Pollý Hannah Klaas, tólf ára stúlka, tveimur vinkonum í náttfatapartí á heimili sínu í Petaluma í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Seint um kvöldið var skemmtun stúlknanna rofin er ókunnur karlmaður, með hníf að vopni, ruddist inn á heimilið. Maðurinn batt vinkonur Pollýjar, Kate McLean og Gillian Pelham, smeygði koddaverum yfir höfuð þeirra of skipaði þeim að telja upp að 1.000. Heyrðu þær örvæntingar- og skelfingargrátinn í Pollý þegar hún var borin á brott af manninum.

Kate og Gillian tókst fljótlega að losa sig og náðu sambandi við móður Pollýjar sem hringdi tafarlaust í lögregluna.

Richard Allen Davis, sýndi lítla iðrun þegar dómur var kveðinn upp.
Fékk dauðadóm Richard Allen Davis, sýndi lítla iðrun þegar dómur var kveðinn upp.

Maður í vanda

Innan hálftíma var búið að senda út tilkynningu um ránið, en einhverra hluta vegna fór hún ekki út á allar rásir lögreglunnar í sýslunni. Og víkur nú sögunni að manni í vanda um miðnæturbil þetta sama kvöld.

Í um fjörtíu kílómetra fjarlægð frá heimili Pollýjar ók Shannon nokkur Lynch fram á karlmann sem hafði fest hvíta bifreið af gerðinni Ford Pinto í skurði og bað hana um aðstoð. Shannon, 19 ára, var á heimleið eftir að hafa sinnt barnapössun og leist ekki á manninn eða aðstæður og ók á brott. Um leið og hún gat hringdi hún í Dana Jaffe, móður barnsins sem hún hafði verið að gæta, og sagði farir sínar ekki sléttar.

Dana hringdi í lögregluna og tveir lögreglumenn, Michael Rankin og Thomas Howard, voru sendir á vettvang.

Sveittur, en annars ekki grunsamlegur

Þegar Michael og Thomas bar að var karlmaðurinn, Richard Allen Davis, enn á staðnum og enn í vandræðum. Richard var sveittur, en virkaði hvorki órólegur né grunsamlegur. Lögreglumennirnir fengu upplýsingar um skráningarnúmer og eiganda, en þar sem þeir höfðu ekki ástæðu til að gruna Richard um græsku gátu þeir lítt annað aðhafst en gera skýrslu um atvikið og aðstoða hann við að losa bílinn úr skurðinum. Að því loknu ók hann á brott.

Næsta morgun fann tæknideild lögreglunnar handarfar í svefnherbergi Pollýjar en fáu var til að dreifa sem gæti komið lögreglu á sporið. Næstu mánuði tóku yfir 4.000 manns þátt í leit að Pollý og fjallað var um ránið í sjónvarpinu.

Fatnaður finnst

Þann 28. nóvember var Dana Jaffe ásamt tveimur vinum á rölti um landareign hennar. Gengu þau fram á fatnað, þar á meðal dökka peysu, og rauðar buxur, og höfðu samband við lögregluna. Á meðal þess sem lögreglan gerði í kjölfarið var að athuga símanotkun á svæðinu daginn sem ránið var framið og skaut þá upp kollinum nafninu Richard Allen Davis.

Tveimur dögum síðar var Richard handtekinn og í ljós kom að handarfarið sem fundist hafði í herbergi Pollýjar tilheyrði honum.

Í tvo daga maldaði Richard í móinn og hafnaði lögfræðiaðstoð, en að lokum játaði hann á sig hvort tveggja ránið á Pollý og að hafa myrt hana.

Lík finnst

Kate McLean og Gillian Pelham báru báðar kennsl á Richard sem gerðist samvinnuþýður mjög og fór með lögregluna til Cloverdale, þar sem hann hafði grafið líkið af Pollý. Sagðist hann hafa kyrkt hana, en líkið var það illa farið að ekki var unnt að staðfesta það.

Richard Allen Davis var ákærður fyrir morðið og reyndu verjendur hans, Lorena Chandler og Barry Collins, að telja kviðdómurum trú um að orsök dauða Pollýjar hefði verið misheppnuð ránstilraun.

Verjendunum tókst ekki að slá ryki í augu kviðdómara og niðurstaðan varð sekt Richards, 18. júní 1996.

Þegar dómurinn var kveðinn upp sýndi Richard Allen Davis viðstöddum miðfingur beggja handa. Hann bíður nú örlaga sinna á dauðadeild San Quentin-fangelsisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum