fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Þessi maður hefur verið eini íbúi þorpsins síðustu tíu ár

Tók hann langan tíma að venjast einsemdinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 06:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liu Shengija hefur síðastliðinn áratug búið einn í þorpinu Xuenshanshe í Kína. Þorpið sem um ræðir er í norðvesturhluta Gansu-héraðs.
Að sögn Liu bjuggu eitt sinn tuttugu fjölskyldur í þorpinu. Þeim fór fækkandi á síðari hluta 20. aldar, eða allt þar til Liu var einn eftir. Sumir fluttu í leit að betra lífi áður en aðrir dóu á gamals aldri.

Síðan árið 2006 hefur Liu átt heima einn í þorpinu, eða síðan eftir dauða móður hans og yngri bróður. Sömuleiðis fluttu síðustu íbúar þorpsins á brott þetta árið. Liu vandist einsemdinni og lærði að bjarga sér á eigin spýtur.

„Fyrst um sinn var erfitt að sofna á nóttunni á meðan ég heyrði gólið í hundunum hér úti,“ sagði Liu í samtali við People’s Daily sem bætir við að hann hafi félagsskap af búfénaði. Það hafi þó tekið langan tíma að venjast því að vera einn.

Liu starfar sem eftirlitsmaður á svæðinu, en um er að ræða hlutastarf. Þá fylgist hann með skóglendinu í nágrenni bæjarins og þannig nær hann endum saman. Fyrir þetta fær hann um 700 yuan á mánuði, sem eru rúmar 13.000 krónur.

Liu starfar sem eftirlitsmaður fyrir skóglendi svæðisins.
Að störfum. Liu starfar sem eftirlitsmaður fyrir skóglendi svæðisins.

„Að búa hér er ekki vandamál fyrir mig. Ég stefni að því samt sem áður að flytja á stað þar sem fleiri búa,“ sagði hann.

Þrátt fyrir einmanaleikann sagði Liu við blaðamann People Daily, það vera nokkrum kostum búið að hafa heilt þorp út af fyrir sig. Hann gæti til dæmis valið hús til að búa í, en þess má geta að mörg húsanna hafa enn að geyma hluti frá fyrri eigendum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu

Eru byrjuð aftur saman eftir að hann var dæmdur fyrir að nauðga annari konu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið

Haaland fjárfestir í fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir hárið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks