fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Stálu vatnsflöskum sem ætlaðar voru þátttakendum í Lundúnamaraþoninu

„Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá þetta“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur óprúttinna einstaklinga gerði sér lítið fyrir og stal birgðum af vatni sem ætlaðar voru þátttakendum í Lundúnamaraþoninu sem fram fór í borginni í dag.

Atvik sem sýnir fjölda fólks stela hundruð vatnsflöskum hefur vakið talsverða athygli í bresku pressunni í dag. Atvikið átti sér stað í Deptford, í suðausturhluta borgarinnar, skömmu eftir að hlauparar fóru af stað. Á myndbandinu má sjá einn þjófinn til að mynda nota trillu sem hann notaði til að ferja góssið.

Hugh Brasher, viðburðastjóri maraþonsins, lýsti yfir vonbrigðum sínum yfir hegðun fólks í samtali við Mail Online. „Það veldur mér miklum vonbrigðum að sjá þetta,“ sagði hann og bætti við að vatnið væri ætlað þátttakendum til að svala þorsta sínum.

Sjálfboðaliðar höfðu komið vatnsbirgðunum fyrir og stóð til að afhenda hlaupurum flöskurnar. „Við brýnum fyrir sjálfboðaliðunum okkar að bregðast ekki við í svona tilfellum,“ segir Hugh og bætir við að málið verði skoðað betur.

Að sögn lögreglu hefur enginn verið handtekinn eða yfirheyrður í tengslum við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“