fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Halda því fram að þessi kona hafi dáið af náttúrulegum orsökum

Myndir af líkinu hafa vakið óhug

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. apríl 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda breskrar konu sem fannst látin í Ísrael hefur birt átakanlegar myndir líki hennar. Hún er sögð hafa dáið af náttúrulegum völdum.

Við vörum við myndinni sem er neðst í fréttinni.

Myndin sem fjölskyldan birtir sýnir Julie Pearson, þar sem hún sést liggjandi í líkkistu. Á andlitinu er hún öll út í sárum og marin. Fjölskylda hennar heldur því fram að hún hafi verið barin í nokkra klukkutíma, áður en hún hafi fallið í yfirlið og dáið í kjölfarið af heimsókn á gistiheimili í Eilat sem er í Ísrael.

Í kjölfar krufningar sem gerð var í Ísrael var staðhæft að Julie hafi dáið af náttúrulegum völdum vegna innvortis blæðinga í kviðarholi . Réttarmeinafræðingar sögðu dauða hennar hafa gerst án utanaðkomandi áhrifa, með öðrum orðum hafi hún ekki verið beitt ofbeldi eins og myndin neðst í fréttinni gefur til kynna. Ekki fengust nánari upplýsingar þegar Sunday Mail óskaði eftir því.

Sorgmæddum ættingjum hennar voru veittar upplýsingar um hana fyrir um tveimur vikum síðan. Þeim hefur verið haldið í sjálfheldu í fimm mánuði, eða síðan 27. nóvember síðastliðinn þegar þeim var tilkynnt að Julie væri látin.
Fjölskyldan tók þá afdrifaríku ákvörðun um að birta myndir af líki hennar í þeim tilgangi að vekja athygli á málinu. Ísraelska lögreglan hefur ekki hafið rannsókn á andláti hennar þar sem réttarmeinafræðingar segja að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Frænka Julie, Deborah Pearsson, segir að rannsókn málsins hafi verið verulega ábótavant í samtali við breska fjölmiðla. Allt bendi til þess að hún hafi mátt þola gróft ofbeldi, en þess má geta, að sögn ættingja Julie, að áverkar voru um allan líkamann, ekki bara í andlitinu.

Deborah segir lögregluna hafa afhent fötin sem hún var í og persónulega muni.

„Það er mjög mikilvægt fyrir fjölskyldu Julie að foreldrar hennar, John og Margaret, ásamt mér og Sharon, fáum einhver svör,“ sagði Deborah.

„Við höfum engra kosta völ nema að láta heiminn sjá áverkana sem dóttur okkar voru veittir. Við ætlum að komast að því hvernig Julie lést,“ sagði móðir hennar.

Móðir hennar segist vart hafa komið dúr á auga síðan dóttir hennar lést. Stórir marblettir á andlitinu og á líkamanum væru hryllingur. „Það er ekki möguleiki á því að andlit hennar hafi borið að með eðlilegum hætti.“

Viðbragðsteymi mætti þegar tilkynnt var um látinn gest á hótelinu í nóvember síðastliðnum. Sjúkrabíll kom á staðinn en Julie var úrskurðuð látin við komuna á spítalann.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur meðal annars tjáð sig um málið og sagst ætla að aðstoða ættingja Julie við að fá svör. Þá hefur söfunarsíða verið sett á fót til að aðstoða fjölskylduna við að borga lögfræðikostnað.

Myndin sem fjölskyldan birti.
Líkið. Myndin sem fjölskyldan birti.

Mynd: Skjáskot af DailyMail

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“