fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Læknar ráðþrota vegna hrollvekjandi kvilla sem hrjáir 12 ára stúlku

Maurar gera stúlkunni lífið leitt – Háls-, nef- og eyrnalæknir aldrei séð annað eins

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2016 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Shreya Darji er ósköp venjuleg tólf ára stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni í bænum Banskantha á Indlandi. Shreya þjáist hins vegar af kvilla sem ekki einu sinni læknar hafa fundið lausn á. Á hverjum degi skríða um tíu maurar út úr öðru eyra stúlkunnar.

Í frétt Huffington Post kemur fram að stúlkan hafi kvartað við foreldra sína í ágústmánuði í fyrra vegna óþæginda í öðru eyra sínu. Faðir hennar, Sanjay Darji, fór með dóttur sína til læknis þar sem 9-10 maurar voru fjarlægðir. Læknar töldu að maur hefði komist inn í eyrað og verpt eggjum sínum þar með fyrrgreindum afleiðingum.

Maurar hafa komið sér kyrfilega fyrir í eyranu.
Óhugnanlegt Maurar hafa komið sér kyrfilega fyrir í eyranu.

Stúlkan hélt hins vegar áfram að finna fyrir óþægindum í eyranu. Foreldrar hennar fóru þá með hana til Jawahar Talsania, háls-, nef- og eyrnalæknis. Þar kom í ljós að læknum hafði ekki tekist að lækna stúlkuna og segir Talsania að hann hafi aldrei séð annað eins á 32 ára ferli sínum sem læknir.

Í viðtali við Huffington Post í lok janúar sagði Talsania að hann hefði dregið tíu stóra maura úr eyra stúlkunnar. „Þetta mál er mikil áskorun fyrir mig enda hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir læknirinn sem reynt hefur ýmislegt til að drepa pláguna sem virðist vera búin að koma sér rækilega fyrir í eyra stúlkunnar. Shreya ku búa við ágætar aðstæður í heimabæ sínum.

„Við teljum ekki að maurar séu að verpa eggjum inni í eyranu því við höfum ekki séð nein merki um drottningu,“ segir Talsania sem er 58 ára. Hann segir að myndavél hafi þrædd inn í eyrað til að skoða aðstæður en ekkert óvenjulegt hafi fundist, nema maurar vitanlega. Stúlkan verður áfram undir eftirliti læknisins en faðir hennar er áhyggjufullur.

„Ég hef áhyggjur af framtíð hennar og hvernig þetta mun koma niður á henni, til dæmis í námi. Hún er frábær stúlka og hefur þegar misst mikið úr skólanum,“ segir faðirinn og bætir við dóttir sín verði vegna aðkasti frá samnemendum sínum.

Myndband sem tekið var af Talsania má sjá hér að neðan. Viðkvæmir eru varaðir við efni þess.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zmon48Z72Ow&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona