fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sannfærður um að hann væri óléttur eftir annan karlmann

Læknar aldrei kynnst öðru eins – Sagðist þurfa meiri hvíld – Fann fyrir því þegar að barnið hreyfðist

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. febrúar 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra karlmaður í Indlandi kom læknum verulega á óvart þegar hann sagðist vera óléttur eftir að hafa stundað kynlíf með öðrum karlmanni. Læknar sem tóku á móti manninum segast aldrei hafa lent í öðru eins, þar sem maðurinn var virkilega sannfærður um að hann raunverulega væri með barnshafandi.

Frá þessu er greint í Times of India. Þar segir að læknar hafi lagt manninn inn á sjúkrahús eftir að hann hélt því staðfastlega fram að hann væri óléttur.

Maðurinn er ekki nafngreindur í greininni en fram kemur að hann sé tveggja barna faðir, giftur og með háskólagráðu.

Maðurinn sagði læknum að hann væri með mikla verki í maganum og sagðist finna fyrir því þegar að barnið hreyfði sig. Vegna ástandsins sagðist maðurinn þurfa meiri hvíld.

Maðurinn sagði við lækna að hann stundaði reglulega kynlíf með öðrum karlmönnum og sagði að annar karlmaður hlyti að hafa barnað hann.

Haft er eftir Suresh Kumar, yfirlækni sjúkrahússins þar sem maðurinn var lagður inn, sem sagðist aldrei hafa lent í öðru eins.

„Það er þekkt að barnsfeður fá einhvers konar óléttutilfinningu, sem kallast samúðarmeðganga, þegar barnsmæður þeirra eru óléttar. Ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta,“ sagði læknirinn.

Augljóslega var maðurinn ekki óléttur en var þó lagður inn á sjúkrahús. Þar fór hann í sálfræðimeðferð. Sú meðferð skilaði árangri þar sem maðurinn telur sig ekki óléttan lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala