fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Stjörnurnar sem sögðu nei, takk!

Höfnuðu stórum hlutverkum í þekktum myndum

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 3. desember 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirsóttar leikarar í Hollywood sem víðar þurfa stundum að taka erfiðar ákvarðanir varðandi hvaða hlutverk þeir taka að sér. Þeir þurfa að vega og meta hvort hlutverkið henti, hverjar líkurnar séu á velgengni viðkomandi verkefnis og hvort þeir hafi tíma til að taka hlutverkið að sér. Til eru dæmi um fræga leikara sem höfnuðu hlutverkum í ýmsum stórmyndum. DV birtir hér brot af því helsta.

Jack Nicholson og The Godfather

Þó að Al Pacino hafi hlotið tvær Óskarsverðlaunatilnefningar fyrir túlkun sína á Michael Corleone í Godfather-seríunni var hann ekki fyrsta val aðstandenda myndarinnar. Um það leyti sem fyrsta myndin var frumsýnd, árið 1972, var Nicholson vinsæll leikari í Hollywood og hann fékk boð um að leika Corleone. Hann hafnaði hlutverkinu þar sem hann taldi það ekki henta sér. Síðar sagðist hann hafa verið þeirrar skoðunar að „indjánar ættu að leika indjána“ og „Ítalir ættu að leika Ítali“.


Will Smith og Django Unchained

Bandaríski stórleikarinn Will Smith hefur ekki alltaf haft heppnina með sér varðandi hlutverk í kvikmyndum. Hann er sagður hafa hafnað hlutverki í The Matrix til að leika í floppmyndinni Wild, Wild West. Smith fékk gott tilboð frá Quentin Tarantino um að leika í Django Unchained. Þeir tveir eru sagðir hafa fundað stíft um myndina og hlutverkið en ágreiningur milli þeirra hafi orðið til þess að hann tók hlutverkið ekki að sér.


Mynd: Mynd Reuters.

John Travolta og Forrest Gump

Kvikmyndasagan hefði orðið örlítið öðruvísi ef Tom Hanks hefði ekki leikið Forrest Gump í samnefndri Óskarsverðlaunamynd frá 1994. Hanks vann til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni en hann var ekki fyrsti kostur hjá leikstjóranum, Robert Zemeckis. John Travolta var maðurinn sem aðstandendur myndarinnar vildu fá en hann hafnaði hlutverkinu. Þess má geta að Travolta hafnaði einnig hlutverki í Apollo 13 sem Tom Hanks lék í.


Mynd: Mynd Reuters

Nicolas Cage í Lord of the Rings

Viggo Mortensen lék Aragorn á eftirminnilegan hátt í Lord of the Rings-myndunum. Í viðtali við Newsweek-tímaritið sagði Cage að hann hefði fengið tilboð um að túlka þessa persónu úr bókum Tolkiens. Hann hafnaði tilboðinu meðal annars vegna þess hversu stórt að umfangi verkefnið var. „Það var mikið um að vera í lífi mínu á þessum tíma sem kom í veg fyrir að ég gat ferðast og verið að heiman í þau þrjú ár sem verkefnið tók.“


Johnny Depp og Ferris Bueller‘s Day Off

Matthew Broderick kom sér almennilega á kortið í Hollywood með leik sínum í gamanmyndinni Ferris Bueller‘s Day Off árið 1986. Johnny Depp var þó maðurinn sem framleiðendur myndarinnar vildu fá í aðalhlutverkið en hann hafnaði því vegna anna í öðrum verkefnum. Forvitnilegt hefði verið að sjá myndina með Johnny Depp í hlutverki. Enginn efast þó um að Matthew Broderick lék hlutverkið óaðfinnanlega og hlaut meðal annars tilnefningu til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinn.


Tom Hanks og Jerry Maguire

Cameron Crowe, leikstjóri Jerry Maguire, viðurkenndi eitt sinn í viðtali að hann hefði skrifað handrit myndarinnar með Tom Hanks í huga sem aðalleikarann. Ekki varð af því, en eins og kunnugir vita lék Tom Cruise aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna, þar af hlaut Cruise tilnefningu, en þegar á hólminn var komið hlaut myndin aðeins ein verðlaun – Cuba Gooding Jr. vann fyrir leik í aðalhlutverki. En nóg um það. Tom Hanks hafnaði hlutverkinu því um sama leyti og tökur stóðu yfir var hann upptekinn við tökur á That Thing You Do. Hanks sagðist síðar vera ánægður að hann hafi hafnað hlutverkinu, Tom Cruise hefði verið fullkominn í hlutverkið.


Michelle Pfeiffer og Silence of the Lambs

Hefði Jonathan Demme, leikstjóri Silence of the Lambs, fengið að ráða hefði Jodie Foster ekki leikið Clarice Starling í þessum margrómaða spennutrylli. Demme vildi að Michelle Pfeiffer fengi hlutverkið en handritshöfundurinn, Ted Tally, vildi að Jodie Foster fengi hlutverkið. Kannski sem betur hafnaði Pfeiffer hlutverkinu þar sem ofbeldið í myndinni var of mikið fyrir hennar smekk. Eftir stóð því Jodie Foster og söguna eftir það þekkja flestir: Myndin er af mörgum talin á meðal bestu kvikmynda sögunnar og hlaut fimm verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni 1992, meðal annars sem besta myndin og þá hlaut Jodie Foster verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana

Vekur athygli að hann sé að æfa á æfingasvæði Liverpool þessa dagana
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling

Urðar yfir Bruno Fernandes – Kallar hann rottu og vesaling
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný

Munu setja sig í samband við De Bruyne á ný
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“