fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Bíræfinn bófi komst undan með 180 milljónir í gulli – Sjáðu myndbandið

Sá sér leik á borði og hirti gullpottinn, í orðsins fyllstu merkingu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 18:30

Sá sér leik á borði og hirti gullpottinn, í orðsins fyllstu merkingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandið hér að neðan sýnir augnablikið þegar gangandi vegfarandi stal fötu aftan úr brynvörðum flutningabíl í New York fyrir skemmstu.

Þjófnaðurinn væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það hvað var í fötunni. Í frétt CNN um málið kemur fram að fatan hafi verið full af gullflögum og er verðmæti þeirra talið nema 1,6 milljónum Bandaríkjadala, eða 180 milljónum króna.

Lögreglan í New York birti myndbandið opinberlega til að freista þess að bera kennsl á manninn, sem er enn ófundinn eftir því sem næst verður komist. Atvikið átti sér stað þann 29. september síðastliðinn á Manhattan.

Starfsmenn öryggisfyrirtækis voru að sækja verðmæti á ónefndan stað, en gleymdu að loka dyrunum á bílnum. Það færði maðurinn sér í nyt. Ekki er talið að um þaulskipulagðan þjófnað hafi verið að ræða heldur hafi maðurinn séð sér leik á borði í þeirri von að innihaldið væri verðmætt – sem það var svo sannarlega.