fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Mjálmaði inn um bréflúguna hjá Keiru Knightley

Mark Revill McCattipuss var með Knightley og ketti á heilanum

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki tekið út með sældinni að vera frægur, hvorki hér heima né erlendis. Til marks um það er reynsla bresku leikkonunnar Keiru Knightley en nú standa yfir réttarhöld í Bretlandi þar sem tæplega fimmtugur kattaunnandi og lagahöfundur, Mark Revill „McCattipuss“ er sakaður um að hafa setið um leikkonuna og valdið henni verulegu ónæði, meðal annars mjálmað inn um bréfalúgu á heimili hennar. Revill játaði sök fyrir dómi og bíður nú dómsuppkvaðningar. Þetta er að minnsta kosti áttundi hrellirinn sem Keira Knightley hefur þurft að glíma við á fjórtán ára ferli.

Áhugamaður um ketti

Áreiti Revill á að hafa átt sér stað á tímabilinu 1. ágúst til 22. október á þessu ári. Fyrstu skilaboðin, sem Revill á að hafa sent, voru með þeim hætti að hann krítaði ör á gangstétt fyrir framan heimili leikkonunnar London sem vísaði beint á útidyrnar.

Í framhaldinu á Revill að hafa sent fjölmörg handskrifuð bréf til Knightley sem hvorki voru merkt með nafni hennar né heimilisfangi. Lagahöfundurinn virðist því hafa borið bréfin út sjálfur. Þá sendi hann leikkonunni USB-lykil sem innihélt lög sem fjölluðu um ketti auk myndar þar sem þrír kettir veifuðu vinalega. Áhugi Revill á köttum virðist hafa náð lengra en að krúttlegum kattamyndböndum á Youtube því samkvæmt The Sun breytti hann nýlega nafni sínu í Mark McCattipuss.

Mjálmaði inn um bréflúguna

Þegar enginn svör bárust greip Revill, eða öllu heldur McCattipuss, til þess ráðs að fara upp að bréfalúgu á útidyrahurð heimilis leikkonunnar og mjálma eymdarlega. Ekki skilaði það tilætluðum árangri og brást eiginmaður Knightley, tónlistarmaðurinn James Righton úr The Klaxons, ókvæða við. Hann gekk út, lét hinn meinta hrelli heyra það og rak hann á hlaupum frá heimili þeirra hjóna.

Í yfirheyrslum hjá lögreglu viðurkenndi Revill að hann væri ástfanginn af Knightley. Þá hefur hann áður komið við sögu lögreglu en árið 2011 hlaut hann dóm fyrir að misbjóða hjúkrunarkonu með þeim hætti að hann mætti nakinn heim til hennar. Þá kemur fram að McCattipuss hafi leitað sér aðstoðar vegna andlegra veikinda.

Keira Knightley sló í gegn árið 2002 þegar hún lék stórt hlutverk í myndinni Bend it like Beckham. Í kjölfarið landaði hún hlutverki Elizabeth Swann í stórmyndabálknum Pirates of the Carribean sem gerði hana að stórstjörnu. Ömurlegur fylgikvilli frægðarinnar var áhugi eltihrella sem gerði að verkum að Knightley flutti til Bandaríkjanna árið 2008 til þess að sleppa. „Það eru svo margir furðufuglar í London,“ sagði hún í samtali við Independent árið 2010. Eftir nokkra ára viðveru vestanhafs flutti hún aftur til London ásamt eiginmanni sínum og það er ekki að sökum að spyrja, mjálmandi eltihrellir lét til skarar skríða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“