fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Stúlkan sem enginn veit hver er

Ekki Madeleine McCann eins og sumir hafa haldið fram

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilislaus unglingsstúlka sem hefur hafst við á götum Rómar á Ítalíu hefur fengið marga til að klóra sér í kollinum. Stúlkan talar enga ítölsku, svarar öllum spurningum á ensku og vill ekki taka við neinum peningum.

Í frétt Mail Online, sem fjallar um þetta einkennilega mál, kemur fram að ítalska lögreglan hafi reynt að bera kennsl á stúlkuna en það hafi engan árangur borið. Stúlkan, sem er sögð svara nafninu Maria, á ekki vegabréf eða önnur persónuskilríki. Hefur því verið fleygt fram að þarna gæti verið komin fram ein af þeim fjölmörgu stúlkum sem horfið hafa nær sporlaust á undanförnum árum.

Netverjar hafa tekið höndum saman og reynt að aðstoða við að bera kennsl á stúlkuna svo hún geti komist í hendur ástvina sinna fyrir jól. Missing Persons of America, bandarísk samtök sem halda utan um upplýsingar um fólk sem hefur horfið, sögðu frá því á vefsíðu sinni að einhverjir hefðu haldið því fram að hér væri komin fram Madeleine McCann sem hvarf árið 2007.

Madeleine er þréttan ára í dag, að því gefnu að hún sé á lífi, en að mati samtakanna er umrædd stúlka ekki Madeleine. Það sjáist meðal annars á hægra auga Madeleine.

Aðrir hafa haldið því fram að þarna gæti verið komin fram Amanda Adlai, sem var numin á brott í Michigan í Bandaríkjunum árið 2008, eða Maria-Brigitte Henselmann, sem hvarf í Þýskalandi sama ár. Engin staðfesting á því hefur fengist og þykir það ólíklegt.

Stúlkan er sögð kurteis í viðmóti en sem fyrr segir talar hún ekki ítölsku. Fjallað hefur verið um mál hennar í ítalska sjónvarpsþættinum Chi l‘ha Visto í von um að borin verði kennsl á stúlkuna, en enn sem komið er hefur það engan árangur borið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433
Fyrir 11 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno