fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Hver þeirra ætti að verða kærasta Elsu?

Aðdáendur Frozen vilja að Disney finni kærustu fyrir Elsu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 4. október 2016 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur Disney-teiknimyndarinnar Frozen hafa undanfarið kallað eftir því að Disney geri teiknimyndapersónuna. Ákfallið hefur farið fram á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu GiveElsaAGirlFriend.

Teiknimyndin hefur undanfarin ár náð fádæma vinsældum en ólíkt flestum öðrum ævintýrum úr smiðju Disney var framtíð sögupersónunnar Elsu skilin eftir galopin í handritinu. Sumir vilja meina að þess vegna gefist Disney gullið tækifæri til að gera Elsu að fyrstu lesbíunni frá Disney.

Áskorunin hlaut byr undir báða vængi þegar Idina Menzel, sú sem ljáir Elsu rödd sína, stakk upp á að Tinkerbell, úr Peter Pan, væri tilvalin kærasta Elsu. „Í Frozen 1 var hún ung og ekki búin að taka út fullan þroska,“ sagði Menzel í nýlegu viðtali.

Vefmiðillinn stuff.co.nz hefur tekið saman fimm kvenkyns teiknimyndapersónur úr smiðju Disney, sem verðskulduðu stefnumót með Elsu.


1) Tinkerbell

Teiknimynd: Pétur Pan
Tinkerbell er hæfileikarík og þeirri gáfu gædd að geta lagað hluti. Hún er einstaklega bjartsýn og ráðagóð. Hún hefur drífandi persónuleika og jákvætt viðhorf til lífsins. Þá eru þær Elsa báðar mikið fyrir ferðalög.


2) Moana

Teiknimynd: Moana
Nýjaasta viðbótin við Disney-fjölskylduna.
Sjálfstæð nútímakona sem leggur áherslu á að meta sjálfa sig að verðleikum. Hún hefur engan áhuga á að finna sér myndarlegan prins. Þessi kyrrahafsprinsessa er að mörgu leyti lík Elsu. Þær eru báðar ævintýragjarnar og ættu vel saman.


3) Merida

Teiknimynd:Brave
Þessi skoska, rauðhærða stríðshetja sannaði fyrir áhorfendum að stúlkur geta verið jafn miklir stríðsmenn og strákar. Þessi óhrædda stríðskona og húmoristi er góður kandídat í kærustu fyrir Elsu.


4) Ariel

Teiknimynd: Litla hafmeyjan
Ariel hefur um langa hríð verið ein af uppáhalds persónum Disney-unnenda. Þessa metnaðargjana stúlka sagði félagslegum venjum (neðansjávar) stríð á hendur og fór sínar eigin leiðir.


5) Tiana

Teiknimynd: The prinsess and the frog
Tiana varð fyrsta þeldökka prinsessan frá Disney, þegar myndin kom út árið 2009. Þessi harðduglega þjónustustúlka, sem dreymdi um að opna sinn eigin veitingastað, vann hug og hjörtu áhorfenda. Frábær persónuleiki og góður kostur fyrir Elsu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk

Tannlæknir deilir ofureinföldu „tannbjörgunarráði“ fyrir kaffidrykkjufólk
433
Fyrir 14 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“