fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Dýrkeyptur skilnaður

Edlira var örvingluð – Dæturnar guldu það dýru verði

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 30. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni sunnudagsins 9. mars, 2014, hafði fólk í Lecce í Langbarðalandi á Ítalíu samband við lögregluna vegna hávaða sem barst frá íbúð nágranna þess. Þegar lögreglan kom á staðinn mætti henni óhugnanleg sjón; Edlira Dobrusci, 37 ára þriggja barna móðir, var þar þakin blóði frá hvirfli til ilja og, eins og einn lögreglumannanna komst að orði, „blóð rann í stríðum straumi“ um íbúðina.

Edlira hafði stungið dætur sínar þrjár til bana þar sem þær lágu í rúmum sínum og að auki veitt sjálfri sér áverka á úlnliðum og hálsi.

Skilnaður

Dæturnar, Simona, 13 ára, Casey, 10 ára, og Lindsey, fjögurra ára, voru úrskurðaðar látnar enda engin áhöld um að Edlira hafði beitt eldhúshnífnum óspart.

Edlira var, kannski eðlilega, ekki í nokkru jafnvægi og öskraði: „Ég hef drepið þær allar.“ Hún var handtekin á staðnum en fljótlega flutt á nærliggjandi sjúkrahús og gefið róandi og gert að sárum hennar.

Ástæða voðaverksins var sú að eiginmaður Edliru, og faðir stúlknanna, hafði tveimur dögum fyrr yfirgefið hana. Hann hafði farið til Albaníu, heimalands þeirra beggja, þar sem hann hugðist upplýsa foreldra sína um hjúskaparslitin.

Færðar í hjónarúmið

Að sögn Roccos Italiano, undirofursta í ítölsku lögreglunni, var öll íbúðin blóði böðuð. Dæturnar höfðu allar verið stungnar ítrekað, hver í sínu herbergi en síðan hafði Edlira fært lík þeirra allra í hjónarúmið.

Lögreglan hafði upp á föður stúlknanna í Albaníu og færði honum tíðindin og brotnaði hann gersamlega niður. Í ljós kom að hjónin höfðu glímt við fjárhagserfiðleika, en eins og Italiano hafði á orði, þeir réttlættu engan veginn það ofbeldi sem hafði bitnað á stúlkunum þremur.

Í fangelsi

Edlira Dobrusci er á bak við lás og slá og bíður réttarhalda vegna morðanna. Hún á ekki von á góðu ef eitthvað er að marka orð Angelino Alfano, innanríkisráðherra Ítalíu: „Við munum ekki láta þann sem framdi þennan hryllilega glæp komast upp með það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið