Flugvallarstarfsmenn stálu varningi að andvirði 90 milljóna

Stálu allt að 100.000 smáflöskum af áfengi

Lögreglan í New York segir að starfsmenn á JFK flugvellinum hafi stolið varningi að andvirði 90 milljóna íslenskra króna. Eiga þeir að hafa stolið um 100.000 smáflöskum af áfengi og öðrum tollfrjálsum varningi s.s. áfengi, ilmvatni og sígarettum.

18 starfsmenn voru handteknir í gær grunaðir um þjófnaðinn. Fimmtán þeirra eru flutningabílstjórar fyrir fyrirtæki sem sér American Airlines flugþjónustunni fyrir mat um borð í flugvélum. Hinir þrír eru öryggisverðir.

Umdæmissaksóknari í Queens segir að við húsleit hjá einum fyrrverandi flutningabílstjóra hafi fundist meira en 500 ruslapokar fullir af smáflöskum af áfengi. Rannsóknin stóð yfir í fimm mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.