Smurði líkama sinn og leitaði að partýi

Handtekinn á Adamsklæðum

Lögreglan í Iowa handtók mann að nafni Chad William Forber í síðustu viku. Hann óð um nakinn og hafði smurt líkama sinn frá hvirfli til ylja.

Lögreglan var fljót á vettvang eftir að henni höfðu borist kvartanir um nakinn mann. Að sögn lögreglumanna var aðkoman hræðileg. Maðurinn hélt á nærbuxum sínum og dollu af Crisco-jurtafeiti. Smurningsfeitið draup af manninum sem sagðist einfaldlega vera að leita að partýi.

Fíkniefni fundust á manninum og situr hann nú í fangelsi. Quad-City Times og Associated Press greina frá þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.