Engin Vigdís

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Heimildir DV herma að Vigdís Hauksdóttir verði hvergi á lista í komandi kosningum, en þetta fullyrðir fólk sem stendur henni nærri. Vigdís var sannarlega litríkur stjórnmálamaður bæði í stjórnarandstöðu og sem formaður fjárlaganefndar, og um leið æði umdeild. Hún á sér sína eitilhörðu aðdáendur sem hefðu gert sér ferð á kjörstað til að kjósa hana, hvort sem hún væri í framboði fyrir lista Sigmundar Davíðs, Framsóknarflokkinn eða Flokk fólksins. Stuðningsmenn hennar verða að sætta sig við að það verður engin Vigdís á lista fyrir þessar kosningar, hvað sem seinna verður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.