Hvorn styður Davíð?

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, leggur pólitísku línurnar á því blaði svo eftir er tekið. Í forsætisráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var Davíð duglegur að styðja við Sigmund, líka þegar hann hrökklaðist úr embætti í fyrra. Ekki hefur Bjarni Benediktsson ætíð fengið jafn dyggan stuðning frá Hádegismóum.

Því verður forvitnilegt að sjá hvaða línu Davíð tekur á næstu vikum, hvort hann muni áfram styðja við bakið á Sigmundi Davíð eða einhenda sér í öflugan stuðning við Bjarna Benediktsson. Hið síðarnefnda hlýtur að teljast líklegra, enda mikið í húfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.