Enginn til að starfa með

Mynd: Brynja

Flokkur fólksins hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og mælist stærri í könnunum en tveir af þremur stjórnarflokkunum. Flokkurinn er þó ekki beinlínis í óskastöðu því það mun reynast þrautin þyngri að fara í stjórnarsamstarf.

Langt er á milli skoðana Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins og ekkert gengur svo hjá flokknum að ná hljómgrunni meðal hefðbundnu vinstriflokkanna, sem telja Flokk fólksins lítið annað en hóp þjóðernissinnaðra lýðskrumara. Nái flokkurinn einhverju fylgi meðal landsmanna er hætt við að áhrifin verði lítil sem engin í stjórnarandstöðu og hratt muni fjara undan honum.

Forsvarsmenn flokksins gætu samt huggað sig við að hafa fengið þægilega innivinnu á þingi eða í borgarstjórn – um tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.