Pírati tekur mynd

Í sumar hlaut Björt Ólafsdóttir bágt fyrir að hafa tekið þátt í myndatöku í þingsal. Sögðu Píratar, sem og fleiri, að hún hefði misnotað aðstöðu sína og vanvirt þingið. Fannst mörgum það aum rök hjá ráðherra að myndin hafi ekki verið tekin inni í þingsalnum sjálfum heldur fyrir utan. Við þingsetningu síðastliðið miðvikudagskvöld fjarlægði lögreglan mótmælendur af þingpöllunum og notaði þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, tækifærið og tók mynd inni í þingsal.

Halda skal því til haga að Björt var einnig gagnrýnd fyrir að nota myndina í auglýsingaskyni og sem greiða fyrir vinkonu sína. Þingmaður Pírata notar myndina hins vegar í pólitískum tilgangi til að vekja athygli á mótmælum yfir ræðu forsætisráðherra, en enn sem komið er hefur enginn gagnrýnt hann fyrir brot á reglum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.