fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Réttlínumennirnir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 1. september 2017 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til að forðast allan misskilning er rétt að taka það fram að mér er síður en svo illa við hina meintu réttlínumenn sem einstaklinga. Þeir hafa langflestir góða greind, sumir ágæta, og enginn þeirra er svo vesæll að hann hafi í veganesti minna en meðal greind. Þrátt fyrir það brýst reglulega fram í þeim flón og taka þeir þá persónulega hagsmuni sína á líðandi stundu fram yfir hagsmuni heildarinnar.“

Þannig hefst opið bréf sem Hæstaréttarlögmaðurinn Snorri Sturluson hefur sent DV vegna umræðu og greinaskrifa um lögmanninn Robert Downey sem hlaut uppreist æru fyrr í sumar.

„Undanfarið hafa réttlínumennirnir verið uppteknir við að láta í ljós ákafa andstöðu við að áframhald verði á því að mönnum skuli veitt uppreist æra vegna refsidóma, sem þeir hafa fullnustað. Það má segja að uppreist æra sé endastöð refsiréttarkerfisins hér á landi sem gengur út á það að skila einstaklingum út í samfélagið eftir betrunarvist sem betri mönnum en þeir voru, er þeir frömdu það brot sem þeir hlutu sinn dóm fyrir. Menn fá uppreist æru eftir að þeir uppfylli þeir í öllu þau skilyrði sem fyrir henni eru.

Réttlínumennirnir sem hafa alltaf rétt fyrir sér, þ.e. eru réttu megin línunnar, hafa í málflutningi sínum gert lítið úr refsiréttarkerfi sem við höfum haft hér við líði lengi og telja sig yfir það hafna. Þá hafa réttlínumennirnir verið duglegir við að ásaka aðra um að gera lítið úr þeim hagsmunum sem þeir eru að tala fyrir. Þegar einstaklingar tjá sig um málin, sem koma málunum ekki við að öðru leyti en því að notfæra sér tjáningarfrelsið til að svara málflutningur réttlínumannanna, þá er ausið yfir þann einstakling saur og hvatt til múgæsings gagnvart æru þess manns.

Meira segja þarf það ekki til heldur er nóg að tilheyra starfsstétt sem ekki uppfyllir einhverja meinta prósentu af dæmdum mönnum þá eru gerðar líkur að því að þeir gætu hafa verið svo heppnir að hafa sloppið. Réttlínumennirnir geta ekki sætt sig við það að allir aðilar hafi farið að lögum ef niðurstaðan er þeim ekki þóknanleg.

Öllum réttlínumönnum er sama um þær miklu ærumeiðingar sem fram koma í athugasemdakerfum fjölmiðla, sem koma oft í kjölfar heimskulegra aðdróttana þeirra í opinberum skrifum. Aðspurðir um hvað réttlæti slíkt yppa réttlínumennirnir bara tómlega öxlum og telja ærumeiðinguna óhjákvæmilega því nú verði þeir að sigra, þeir hugsa ekki um afleiðingarnar. Tjáningarfrelsi er lítils virði, ef með því er unnt að þagga í einstaklingum, sem eru ekki sammála réttlínumönnunum, með kúgunum, ærumeiðandi ósannindum eða upplognum uppljóstrunum um einkamál manna.

Ærumeiðing saklausra manna verður ekki réttlætt með því einu að yppa öxlum eða með þeirri staðhæfingu að hið meinta baráttumál réttlínumannanna hljóti alltaf að kosta miklar fórnir, saklausra sem sekra. Ærumeiðing saklausra einstaklings er flestum glæpum svívirðilegri. Sá sem afsakar slíka hluti vinnur markvisst að því að gera sjálfan sig svo siðferðilega sljóan að hann glatar með öllu hæfileikanum að greina sundur gott og illt, satt eða logið. Einstaklingurinn er þá orðin að ófreskju og nú á tímum upplýsingar er ófreskjan hættulegri þar sem hún á auðveldara með að beita óskapnaði sýnum vegna tækniþróunarinnar.

Framangreint viðhorf hefur ekki verið réttlínumönnunum til framdráttar og hafa þeir sýnt af sér fullkomið virðingarleysi við refsiréttarkerfið. Hefur þetta viðhorf stundum leitt til mannhaturs og siðferðilegs óskapnaðar, sem enginn ætti að vera stoltur af.“

Snorri Sturluson hdl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“