Þórólfur og Costco

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, er ekki aðeins stórtækur á fjölmiðlamarkaði gegnum eignarhlut sinn í Morgunblaðinu, heldur verður kaupfélagið undir hans forystu einn stærsti hluthafi Haga með því að stór hluti kaupverðsins á Olís fólst í útgáfu hlutabréfa til Kaupfélags Skagfirðinga og Samherja.

Þórólfur er því orðinn stór keppinautur kaupfélagsins Costco sem slegið hefur í gegn hjá íslenskum neytendum að undanförnu og hefur valdið gífurlegu verðfalli á bréfum í Högum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.